Scion merki Toyota endanlega aflagt Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 14:33 Nú hefur þessu merki verið lagt af hendi Toyota. Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent
Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent