Opel Kadett/Astra er 80 ára Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2016 09:54 Allar kynslóðir Opel Kadett/Astra samankomnar. Þó svo að Opel hafi breytt nafninu á Kadett bíl sínum í Astra þá hefur þessi bíll nú verið í framleiðslu í 80 ár og geta ekki margir bílaframleiðendur státað sig af því. Fyrsti Opel Kadett bíllinn kom á götuna árið 1936 og síðan þá hafa 10 kynslóðir hans komið í kjölfarið. Þessi fyrsta kynslóð Opel Kadett var mjög nýtískuleg á sínum tíma og var byggður á botnplötu en ekki grind, var með sjálfstæða fjöðrun að framan og innbyggð framljós. Alls voru byggð 100.000 eintök af þessum bíl til ársins 1940, en þá var framleiðslan stöðvuð svo nota mætti verksmiðjuna til hergagnaframleiðslu. Framleiðsla Kadett hófst svo aftur eftir stríð austan megin við járntjaldið og var bíllinn framleiddur af A-þýska bílaframleiðandanum Moskwitch, sem framleiddi 250.000 eintök af honum. Bar sá bíll ekki nafnið Kadett, en var þó sami bíllinn. Nafnið Kadett var svo aftur komið á bílinn frá og með árinu 1962 og nú í höndum Opel, þ.e. Kadett A. Af honum voru framleidd 650.000 eintök. Við honum tók Kadett B og alls framleidd 2,6 milljón eintök og þar var um að ræða öllu stærri bíl sem fengið hafði innblástur frá Bandarískum bílum í útliti. Kadett C kom svo til sögunnar þegar Opel var komið undir General Motors og var hann með sama undirvagn og aðrir bílar frá GM og var sá bíll m.a. framleiddur í GT-útfærslu, 105 hestafla og þótti mjög öflugur bíll. Sá bíll á marga sigrana í mótorsport þess tíma. Kadett D tók svo við árið 1979 og þá varð bíllinn framhjóladrifinn og með stallbaksenda. Kadett breyttist svo í Astra árið 1991 og var sá bíll einnig smíðaður undir nafninu Vauxhall Astra í Bretlandi. Aðeins á 6 árum seldust 4,13 milljón eintök af bílnum sem gerði hann af mest selda Opel allra tíma. Næstu kynslóðir Astra komu svo á markað árin 1998, 2004, 2009 og 2015 og var sú síðasta tilnefnd sem bíll ársins í Evrrópu. Nú hafa verið seld 24 milljón eintök af Kadett/Astra og bróðurpartur þess seldur eingöngu í Evrópu. Fáar bílgerðir hafa verið seldar í fleiri eintökum, en þó á Toyota Corolla vinninginn með yfir 40 milljón eintök seld, en báðar bílgerðirnar seljast ennþá mjög vel. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Þó svo að Opel hafi breytt nafninu á Kadett bíl sínum í Astra þá hefur þessi bíll nú verið í framleiðslu í 80 ár og geta ekki margir bílaframleiðendur státað sig af því. Fyrsti Opel Kadett bíllinn kom á götuna árið 1936 og síðan þá hafa 10 kynslóðir hans komið í kjölfarið. Þessi fyrsta kynslóð Opel Kadett var mjög nýtískuleg á sínum tíma og var byggður á botnplötu en ekki grind, var með sjálfstæða fjöðrun að framan og innbyggð framljós. Alls voru byggð 100.000 eintök af þessum bíl til ársins 1940, en þá var framleiðslan stöðvuð svo nota mætti verksmiðjuna til hergagnaframleiðslu. Framleiðsla Kadett hófst svo aftur eftir stríð austan megin við járntjaldið og var bíllinn framleiddur af A-þýska bílaframleiðandanum Moskwitch, sem framleiddi 250.000 eintök af honum. Bar sá bíll ekki nafnið Kadett, en var þó sami bíllinn. Nafnið Kadett var svo aftur komið á bílinn frá og með árinu 1962 og nú í höndum Opel, þ.e. Kadett A. Af honum voru framleidd 650.000 eintök. Við honum tók Kadett B og alls framleidd 2,6 milljón eintök og þar var um að ræða öllu stærri bíl sem fengið hafði innblástur frá Bandarískum bílum í útliti. Kadett C kom svo til sögunnar þegar Opel var komið undir General Motors og var hann með sama undirvagn og aðrir bílar frá GM og var sá bíll m.a. framleiddur í GT-útfærslu, 105 hestafla og þótti mjög öflugur bíll. Sá bíll á marga sigrana í mótorsport þess tíma. Kadett D tók svo við árið 1979 og þá varð bíllinn framhjóladrifinn og með stallbaksenda. Kadett breyttist svo í Astra árið 1991 og var sá bíll einnig smíðaður undir nafninu Vauxhall Astra í Bretlandi. Aðeins á 6 árum seldust 4,13 milljón eintök af bílnum sem gerði hann af mest selda Opel allra tíma. Næstu kynslóðir Astra komu svo á markað árin 1998, 2004, 2009 og 2015 og var sú síðasta tilnefnd sem bíll ársins í Evrrópu. Nú hafa verið seld 24 milljón eintök af Kadett/Astra og bróðurpartur þess seldur eingöngu í Evrópu. Fáar bílgerðir hafa verið seldar í fleiri eintökum, en þó á Toyota Corolla vinninginn með yfir 40 milljón eintök seld, en báðar bílgerðirnar seljast ennþá mjög vel.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent