Nýi bíll Lynk & Co frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 10:22 Lynk & Co 01 er hinn laglegasti jepplingur. Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður