Fór Nürburgring brautina á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 13:12 Flestir þeir sem aka Nürburgring brautina gera það til að fara ógnarhratt og jafnvel ná því undir 8 mínútum. Kínverski áhættuökumaðurinn Han Yeu ók hana með allt annað í huga og var 45 mínútur og 59 sekúndur að því, enda meðalhraði hans aðeins 26 km/klst. Þetta gerði hann hinsvegar aðeins á tveimur hjólum og hefur engum áður tekist að aka þessa 20 km löngu braut þannig. Bíllinn sem hann notaði til þessa undarlega aksturs var Mini og var hann á sérstyrktum dekkjum. Á brautinni eru 73 miserfiðar beygjur og víða mikil hæðarbreyting, svo ljóst er að Han Yeu hefur þurft að hafa athyglina í góðu lagi allan þann drjúga tíma sem aksturinn tók, auk þess að hanga eiginlega í öryggisbeltunum á hliðinni allan tímann. Brautin var blaut allan þann tíma sem aksturinn tók, en samt sól og jók það á erfiðleika bílstjórans lunkna. Akstur kínverjans var skipulagður fyrir mörgum mánuðum síðan og fékk enginn annar bíll að fara um brautina á meðan. Yue er keppnisökumaður hjá Red Bull China Team og einnig margfaldur sigurvegari í driftkeppnum. Yeu á einnig heimsmetið í því að leggja bíl á hlið með sem minnst pláss, en það tókst honum á Mini bíl og var 8 cm lengra bil á milli bílanna sem hann lagði á milli, en sem nam lengd Mini bílsins. Greinilega lunkinn ökumaður hér á ferð. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent
Flestir þeir sem aka Nürburgring brautina gera það til að fara ógnarhratt og jafnvel ná því undir 8 mínútum. Kínverski áhættuökumaðurinn Han Yeu ók hana með allt annað í huga og var 45 mínútur og 59 sekúndur að því, enda meðalhraði hans aðeins 26 km/klst. Þetta gerði hann hinsvegar aðeins á tveimur hjólum og hefur engum áður tekist að aka þessa 20 km löngu braut þannig. Bíllinn sem hann notaði til þessa undarlega aksturs var Mini og var hann á sérstyrktum dekkjum. Á brautinni eru 73 miserfiðar beygjur og víða mikil hæðarbreyting, svo ljóst er að Han Yeu hefur þurft að hafa athyglina í góðu lagi allan þann drjúga tíma sem aksturinn tók, auk þess að hanga eiginlega í öryggisbeltunum á hliðinni allan tímann. Brautin var blaut allan þann tíma sem aksturinn tók, en samt sól og jók það á erfiðleika bílstjórans lunkna. Akstur kínverjans var skipulagður fyrir mörgum mánuðum síðan og fékk enginn annar bíll að fara um brautina á meðan. Yue er keppnisökumaður hjá Red Bull China Team og einnig margfaldur sigurvegari í driftkeppnum. Yeu á einnig heimsmetið í því að leggja bíl á hlið með sem minnst pláss, en það tókst honum á Mini bíl og var 8 cm lengra bil á milli bílanna sem hann lagði á milli, en sem nam lengd Mini bílsins. Greinilega lunkinn ökumaður hér á ferð.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent