Fór Nürburgring brautina á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 13:12 Flestir þeir sem aka Nürburgring brautina gera það til að fara ógnarhratt og jafnvel ná því undir 8 mínútum. Kínverski áhættuökumaðurinn Han Yeu ók hana með allt annað í huga og var 45 mínútur og 59 sekúndur að því, enda meðalhraði hans aðeins 26 km/klst. Þetta gerði hann hinsvegar aðeins á tveimur hjólum og hefur engum áður tekist að aka þessa 20 km löngu braut þannig. Bíllinn sem hann notaði til þessa undarlega aksturs var Mini og var hann á sérstyrktum dekkjum. Á brautinni eru 73 miserfiðar beygjur og víða mikil hæðarbreyting, svo ljóst er að Han Yeu hefur þurft að hafa athyglina í góðu lagi allan þann drjúga tíma sem aksturinn tók, auk þess að hanga eiginlega í öryggisbeltunum á hliðinni allan tímann. Brautin var blaut allan þann tíma sem aksturinn tók, en samt sól og jók það á erfiðleika bílstjórans lunkna. Akstur kínverjans var skipulagður fyrir mörgum mánuðum síðan og fékk enginn annar bíll að fara um brautina á meðan. Yue er keppnisökumaður hjá Red Bull China Team og einnig margfaldur sigurvegari í driftkeppnum. Yeu á einnig heimsmetið í því að leggja bíl á hlið með sem minnst pláss, en það tókst honum á Mini bíl og var 8 cm lengra bil á milli bílanna sem hann lagði á milli, en sem nam lengd Mini bílsins. Greinilega lunkinn ökumaður hér á ferð. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent
Flestir þeir sem aka Nürburgring brautina gera það til að fara ógnarhratt og jafnvel ná því undir 8 mínútum. Kínverski áhættuökumaðurinn Han Yeu ók hana með allt annað í huga og var 45 mínútur og 59 sekúndur að því, enda meðalhraði hans aðeins 26 km/klst. Þetta gerði hann hinsvegar aðeins á tveimur hjólum og hefur engum áður tekist að aka þessa 20 km löngu braut þannig. Bíllinn sem hann notaði til þessa undarlega aksturs var Mini og var hann á sérstyrktum dekkjum. Á brautinni eru 73 miserfiðar beygjur og víða mikil hæðarbreyting, svo ljóst er að Han Yeu hefur þurft að hafa athyglina í góðu lagi allan þann drjúga tíma sem aksturinn tók, auk þess að hanga eiginlega í öryggisbeltunum á hliðinni allan tímann. Brautin var blaut allan þann tíma sem aksturinn tók, en samt sól og jók það á erfiðleika bílstjórans lunkna. Akstur kínverjans var skipulagður fyrir mörgum mánuðum síðan og fékk enginn annar bíll að fara um brautina á meðan. Yue er keppnisökumaður hjá Red Bull China Team og einnig margfaldur sigurvegari í driftkeppnum. Yeu á einnig heimsmetið í því að leggja bíl á hlið með sem minnst pláss, en það tókst honum á Mini bíl og var 8 cm lengra bil á milli bílanna sem hann lagði á milli, en sem nam lengd Mini bílsins. Greinilega lunkinn ökumaður hér á ferð.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent