Volkswagen hættir í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 10:15 Keppnisbíll Volkswagen í WRC rallakstursmótaröðinni. Volkswagen hefur verið afar sigursælt í WRC rallýmótaröðinni á síðustu árum og hefur unnið síðustu 4 ár, bæði í flokki framleiðenda og ökumanns með Sebastian Ogier bak við stýrið. Þessum kafla Volkswagen mun ljúka við enda yfirstandandi keppnistímabils því Volkswagen hefur tekið ákvörðun um að draga sig úr þessari vinsælu keppni. Kemur þessi tilkynning Volkswagen aðeins 3 dögum eftir 43. sigur Volkswagen bíls í WRC mótaröðinni frá því að fyrirtækið hóf þátttöku þar árið 2013. Er þetta enn ein ákvörðunin sem litast af dísilvélasvindli Volkswagen og þeim þungu sektum sem fyrirtækið sætir vegna þess. Volkswagen hefur ákveðið að hætta öllum þeim verkefnum sem ekki snúa beint að nýrri stefnu fyrirtækisins, þ.e. að framleiða bíla knúna rafmagni, bæði tengiltvinnbíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Stutt er síðan Audi tilkynnti að fyrirtækið myndi draga sig úr þolaksturskeppnum, en Audi hefur verið afar sigursælt í þeim keppnum á síðustu árum. Audi er hluti af Volkswagen bílasamstæðunni og var þessi ákvörðun tekin á sömu forsendum og hjá Volkswagen nú. Það er að mörgu leiti einkennilegt að bæði Volkswagen bílar í rallaksri og Audi bílar í þolakstri hætti nú þátttöku í þessum keppnum í ljósi þess að í báðum tilvikum eru þau allra liða sigursælust. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent
Volkswagen hefur verið afar sigursælt í WRC rallýmótaröðinni á síðustu árum og hefur unnið síðustu 4 ár, bæði í flokki framleiðenda og ökumanns með Sebastian Ogier bak við stýrið. Þessum kafla Volkswagen mun ljúka við enda yfirstandandi keppnistímabils því Volkswagen hefur tekið ákvörðun um að draga sig úr þessari vinsælu keppni. Kemur þessi tilkynning Volkswagen aðeins 3 dögum eftir 43. sigur Volkswagen bíls í WRC mótaröðinni frá því að fyrirtækið hóf þátttöku þar árið 2013. Er þetta enn ein ákvörðunin sem litast af dísilvélasvindli Volkswagen og þeim þungu sektum sem fyrirtækið sætir vegna þess. Volkswagen hefur ákveðið að hætta öllum þeim verkefnum sem ekki snúa beint að nýrri stefnu fyrirtækisins, þ.e. að framleiða bíla knúna rafmagni, bæði tengiltvinnbíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Stutt er síðan Audi tilkynnti að fyrirtækið myndi draga sig úr þolaksturskeppnum, en Audi hefur verið afar sigursælt í þeim keppnum á síðustu árum. Audi er hluti af Volkswagen bílasamstæðunni og var þessi ákvörðun tekin á sömu forsendum og hjá Volkswagen nú. Það er að mörgu leiti einkennilegt að bæði Volkswagen bílar í rallaksri og Audi bílar í þolakstri hætti nú þátttöku í þessum keppnum í ljósi þess að í báðum tilvikum eru þau allra liða sigursælust.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent