BAC Mono er fljótari en McLaren P1 GTR Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 09:00 BAC Mono er greinilega enginn venjulegur akstursbíll. Bílatímaritið Evo fékk að prófa hinn nýja og breska sportbíl BAC Mono á uppáhaldsakstursbraut sinni, Anglesey Circuit. Þar náði ökumaður hans frábærum tíma og sló við nýsettum tíma McLaren P1 GTR bílsins um eina sekúndu. Tími BAC Mono bílsins var 1:07,70 mínúta á þessari 2,49 km löngu braut sem staðsett er á eynni Anglesey rétt fyrir utan ströndum Wales. Þessi tími BAC Mono bílsins er sá besti á meðal leyfilegra götubíla, en McLaren P1 GTR er keppnisbíll sem ekki er leyfilegt að aka á venjulegum götum. McLaren P1 GTR bíllinn er reyndar ekki eini hreinrækatði keppnisakstursbíllinn sem BAC Mono slær við, því Radical RXC Turbo 500 náði aðeins tímanum 1:10,50 og er sá bíll aðeins ætlaður til brautaraksturs. Bílar eins og Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 Speciale og venjulegur McLaren P1 eru allir meira en 3,5 sekúndur seinni að fara Anglesey Circuit brautina en BAC Mono. Samt er BAC Mono aðeins með 2,5 lítra Ford Duratec vél sem er 309 hestöfl, en þar sem bíllinn er aðeins 580 kíló kemst hann ári hratt úr sporunum. BAC Mono er 2,8 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 274 km/klst. BAC Mono var einnig 9 sekúndum fljótari að fara Hungaroring brautina en Ferrari 458 Speciale, en var samt 31 sekúndu á eftir besta hring Formúlu 1 bíla þar, en það met á Kimi Raikkonen frá því í keppninni í ár.BAC Mono bíllinn í brautinni á Anglesey. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Bílatímaritið Evo fékk að prófa hinn nýja og breska sportbíl BAC Mono á uppáhaldsakstursbraut sinni, Anglesey Circuit. Þar náði ökumaður hans frábærum tíma og sló við nýsettum tíma McLaren P1 GTR bílsins um eina sekúndu. Tími BAC Mono bílsins var 1:07,70 mínúta á þessari 2,49 km löngu braut sem staðsett er á eynni Anglesey rétt fyrir utan ströndum Wales. Þessi tími BAC Mono bílsins er sá besti á meðal leyfilegra götubíla, en McLaren P1 GTR er keppnisbíll sem ekki er leyfilegt að aka á venjulegum götum. McLaren P1 GTR bíllinn er reyndar ekki eini hreinrækatði keppnisakstursbíllinn sem BAC Mono slær við, því Radical RXC Turbo 500 náði aðeins tímanum 1:10,50 og er sá bíll aðeins ætlaður til brautaraksturs. Bílar eins og Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 Speciale og venjulegur McLaren P1 eru allir meira en 3,5 sekúndur seinni að fara Anglesey Circuit brautina en BAC Mono. Samt er BAC Mono aðeins með 2,5 lítra Ford Duratec vél sem er 309 hestöfl, en þar sem bíllinn er aðeins 580 kíló kemst hann ári hratt úr sporunum. BAC Mono er 2,8 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 274 km/klst. BAC Mono var einnig 9 sekúndum fljótari að fara Hungaroring brautina en Ferrari 458 Speciale, en var samt 31 sekúndu á eftir besta hring Formúlu 1 bíla þar, en það met á Kimi Raikkonen frá því í keppninni í ár.BAC Mono bíllinn í brautinni á Anglesey.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent