Lengri gerð SsangYong Tivoli á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 09:13 SsangYong Tiovoli XLV. SsangYong, framleiðandi Tivoli, Korando og Rexton, hefur notið vaxandi velgengni í kröfuhörðum flokki jepplinga og jeppa. Rexton og Korando hafa verið lengi í framleiðslu og sá síðarnefndi allt frá árinu 1983. Nýir eigendur að SsangYong komu sterkir inn 2011 og stórefldu alla þróunar- og markaðsstarfsemi. Tivoli jepplingurinn, sem kynntur var til sögunnar á síðasta ári, er einn afrakstur þessa. Hann vakti strax mikla athygli fyrir hönnun, vandaðan búnað og hagstætt verð og hefur náð mikilli sölu í Evrópu. Nýlega kom svo fram að SsangYong ætlaði sér að hefja sölu í Bandaríkjunum árið 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong hér heima á Íslandi, er Tivoli líka að stimpla sig sterkt inn hjá íslenskum bílakaupendum. Þá nefna þeir að til marks um vaxandi velgengni hans á alþjóðavísu hafi Tivoli frá SsangYong nú tryggt sér sæti á lista yfir bíla sem tilnefndir eru til nafnbótarinnar „Bíll ársins 2017“. Það hlýtur að teljast góður fyrirboði fyrir framtíð SsangYong. Stærri útgáfa af Tivoli, Tivoli XLV, er væntanlegur á næstunni hjá Bílabúð Benna og er hann með mun meira flutningsrými en hefðbundna gerð hans. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
SsangYong, framleiðandi Tivoli, Korando og Rexton, hefur notið vaxandi velgengni í kröfuhörðum flokki jepplinga og jeppa. Rexton og Korando hafa verið lengi í framleiðslu og sá síðarnefndi allt frá árinu 1983. Nýir eigendur að SsangYong komu sterkir inn 2011 og stórefldu alla þróunar- og markaðsstarfsemi. Tivoli jepplingurinn, sem kynntur var til sögunnar á síðasta ári, er einn afrakstur þessa. Hann vakti strax mikla athygli fyrir hönnun, vandaðan búnað og hagstætt verð og hefur náð mikilli sölu í Evrópu. Nýlega kom svo fram að SsangYong ætlaði sér að hefja sölu í Bandaríkjunum árið 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong hér heima á Íslandi, er Tivoli líka að stimpla sig sterkt inn hjá íslenskum bílakaupendum. Þá nefna þeir að til marks um vaxandi velgengni hans á alþjóðavísu hafi Tivoli frá SsangYong nú tryggt sér sæti á lista yfir bíla sem tilnefndir eru til nafnbótarinnar „Bíll ársins 2017“. Það hlýtur að teljast góður fyrirboði fyrir framtíð SsangYong. Stærri útgáfa af Tivoli, Tivoli XLV, er væntanlegur á næstunni hjá Bílabúð Benna og er hann með mun meira flutningsrými en hefðbundna gerð hans.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent