Fyrsti Bugatti Chiron sem er rústað Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 11:19 Gæti verið svolítið dýrt óhapp. Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent