Í Kaliforníu seldust 54,5% allra rafmagnsbíla vestanhafs í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 15:13 Tesla Model X Nú á tímum lágs eldsneytisverðs er sala á rafmagnsbílum ekki ýkja mikil í Bandaríkjunum og reyndar víða um landið svo lítil að vart tekur því að tala um hana. Eitt ríkja Bandaríkjanna stendur þó uppúr í þessum efnum en það er Kalifornía. Þar seldust 54,5% allra rafmagnsbíla sem seldust í landinu í fyrra. Víst er að Kalifornía er langfjölmennasta ríki Bandaríkjanna, en engu að síður er hlutfall rafmagnsbíla þar miklu hærra en í öllum öðrum ríkjum landsins. Í Bandaríkjunum veitir ríkið 7.500 dollara endurgreiðslu við kaup á rafmagnsbíl, en að auki veitir Kaliforníuríki 2.500 dollara til kaupenda rafmagnsbíla og 1.500 dollara við kaup á tengiltvinnbílum og er ríkið þekkt fyrir umhverfisvæn sjónarmið í lagasetningu. Í Kaliforníu er markmiðið að 4,5% bílaflotans verði umhverfisvænn árið 2018 og 22% árið 2025. Níu önnur ríki hafa einnig sama markmið, eða Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, New Jersay, New York, Rhode Island og Vermont, en ljóst má vera að þar ganga hlutirnir hægar. Október í ár var þó nokkuð góður mánuður hvað varðar rafmagnsbílasölu í Bandaríkjunum og seldust 12,6% fleiri slíkir og 64% fleiri tengiltvinnbílar en í sama mánuði í fyrra. Var heildarsalan 64.932 rafmagnsbílar og 54.816 tengiltvinnbílar. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Nú á tímum lágs eldsneytisverðs er sala á rafmagnsbílum ekki ýkja mikil í Bandaríkjunum og reyndar víða um landið svo lítil að vart tekur því að tala um hana. Eitt ríkja Bandaríkjanna stendur þó uppúr í þessum efnum en það er Kalifornía. Þar seldust 54,5% allra rafmagnsbíla sem seldust í landinu í fyrra. Víst er að Kalifornía er langfjölmennasta ríki Bandaríkjanna, en engu að síður er hlutfall rafmagnsbíla þar miklu hærra en í öllum öðrum ríkjum landsins. Í Bandaríkjunum veitir ríkið 7.500 dollara endurgreiðslu við kaup á rafmagnsbíl, en að auki veitir Kaliforníuríki 2.500 dollara til kaupenda rafmagnsbíla og 1.500 dollara við kaup á tengiltvinnbílum og er ríkið þekkt fyrir umhverfisvæn sjónarmið í lagasetningu. Í Kaliforníu er markmiðið að 4,5% bílaflotans verði umhverfisvænn árið 2018 og 22% árið 2025. Níu önnur ríki hafa einnig sama markmið, eða Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, New Jersay, New York, Rhode Island og Vermont, en ljóst má vera að þar ganga hlutirnir hægar. Október í ár var þó nokkuð góður mánuður hvað varðar rafmagnsbílasölu í Bandaríkjunum og seldust 12,6% fleiri slíkir og 64% fleiri tengiltvinnbílar en í sama mánuði í fyrra. Var heildarsalan 64.932 rafmagnsbílar og 54.816 tengiltvinnbílar.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent