Sævar Þór Jónsson elskar Benz Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 13:00 Sævar Þór og Benzinn gamli og góði. Sævar Þór Jónsson, lögmaður og einn af eigendum lögmannsstofunnar Lögmenn Sundagörðum, ekur um á 34 ára gömlum Mercedes Benz af gerðinni 280E. Þessi týpa er svokallað W123 boddý frá Mercedes Benz. ,,Þetta var eitt vinsælasta og mest selda boddý sem Mercedes Benz hefur framleitt fyrr og síðar. Mótorinn í þessum bíl er sá sami og var hægt að fá í stærri Benzinum, svokölluðum S-class en hann hentar sérstaklega vel í þetta boddý líka og gerir bílinn mun sprækari og skemmtilegri heldur en t.d. minni mótorinn eða 200 sem var mjög algengur í þessu boddýi. Þessir bílar eru ótrúlega sterkir og algjörir vinnuhestar,” segir Sævar.Sölustjóri Benz í Kiel átti bílinn Umræddur bíll var fyrst í eigum sölustjóra Mercedes Benz í Kiel í Þýskalandi og var svo keyptur af Íslendingi sem átti hann þangað til lögmannsstofan eignaðist hann. ,,Bíllinn hefur sem sagt verið hér á landi í um 30 ár. Bíllinn er lítið keyrður eða um 150 þús km. Hann var aldrei keyrður á veturnar hér á Íslandi, var frúarbíll og því lítið ekinn þessi 30 ár hér á landi en var mest keyrður í Þýskalandi á sínum tíma. Það eru til öll skoðunargögn og þjónustubækur og yfirlit yfir öll olíuskipti frá upphafi. Bíllinn er allur upprunalegur og hefur aðeins verið gerð ein til tvær athugasemdir við skoðun á bílnum frá því hann kom til landsins og það var vegna peru sem var biluð. Þá er upphaflega varadekkið enn í honum og sömu dempararnir. Þetta kalla ég endingu,” segir Sævar og brosir. En er bílinn praktískur sem vinnubíll? ,,Já algjörlega og hann hefur líka mikið auglýsingagildi,” svarar Sævar. ,,Bíllinn er eins og nýr og í toppstandi þannig að hann vekur athygli hvert sem komið er á honum. Auðvitað er hann kominn til ára sinna og eflaust hentugara að notast við minni bíla og nýrri en hann er notaður af mér í vinnunni og af útvöldum starfsmönnum stofunnar,” segir Sævar og hlær.Sérstök tilfinning að snattast á honum "Þó þetta sé dauður hlutur og kannski bara verkfæri í reynd þá er alltaf sérstök tilfinning að snattast á honum og þeir sem nota hann eru allir sammála því að þetta er sérstök tilfinning sem maður finnur ekki í nýrri bílum. Hann hentar mjög vel þegar við erum að snattast í ýmsum erindagjörðum fyrir stofuna. Hann er samt ekki mikið ekinn því þetta eru oftast stuttar ferðir og ekki margar þannig séð. Það er hugsað mjög vel um bílinn og hann er alltaf geymdur inni. Síðan er hann yfirfarinn vikulega þannig það er nostrað við hann. Þessir gömlu Benzar eru ótrúlega sterkir og það er hægt að halda þessum bílum endalaust gangandi ef það er bara hugsað vel um þá og þeir yfirfarnir reglulega og það lagað sem þarf að laga. Svo er umboðið svo öflugt og gott. Þeir laga allt sem þarf að laga og framleiðandi er enn að framleiða og skaffa varahluti í þessa bíla. Sterkur karakter Þessi bíll hefur sterkan karakter. Þó nútímaþægindi séu lítil þá er þetta ótrúlega skemmtilegt faratæki,” segir lögmaðurinn ánægður með Benzann. En Sævar ert þú með bíladellu? ,,Jú ætli það sé ekki bara rétt. Maður verður að hafa dellu fyrir einhverju í lífinu. Ég hef gaman af bílum, þó sérstaklega eldri bílum. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er svo gömul sál. Mér þykja þessir eldri bílar hafa svo mikinn karakter. Ef þeir eru í toppstandi þá er algjör unun að horfa á þá og keyra. Sumir þessara bíla eru algjör listaverk.”Ólst upp við Benz Geirs Hallgrímssonar En átt þú bara gamla bíla vanalega? ,,Nei alls ekki. Ég er mikill Benz maður og hef átt nokkra. Ég á nýlegan Benz núna og líkar þeir líka þó það séu í reynd öðruvísi bílar en þessir gömlu.” En hvers vegna Benz? ,,Það er góð spurning. Þegar ég var lítill strákur þá ólst ég upp við 66 módelið af 250 S-Class Benz sem var í eigu Geirs Hallgrímssonar og síðar í eigu afa mágs míns Haraldar Hannessonar. Bíllinn var svartur og með rauð sæti. Þegar ég sá bílinn fyrst þá varð ég dolfallinn af honum og Benz. Svo átti Guðfinnur bílasali glæsilegan, bláan 500 SEL bíl en ég og sonur hans erum miklir vinir. Okkur strákunum fannst þetta algjör dreki og mikil kerra. Þannig byrjaði þessi vírus sem ég hef ekki losnað við síðan. Ég hef reynt að gera nokkrar tilraunir til að byrja með önnur bílamerki en það hefur bara ekki virkað. Þetta er ólækandi segir félagi minn sem er sálfræðingur,” segir Sævar og hlær.Eru það þá bara Benzar sem eru á heimilinu? ,,Nei alls ekki. Eiginmaður minn á BMW og honum líkar þeir betur, finnst þeir meira fyrir yngra fólk, þannig að umræðurnar á heimilinu verða skrautlegar þegar við tölum um bíla við aðra en þannig er það bara.”Ryðguð og hættuleg Mazda En hvað eru eftirminnilegustu bílarnir sem þú hefur átt? ,,Fyrsti bílinn sem ég átti sem var Mazda 323 árgerð 1978, gulllitaður og tveggja dyra. Móðir æskuvinar míns hafði átt hann og gaf mér hann. Bíllinn var svo ryðgaður að ég veit ekki hvað hélt honum saman. Þetta var sjálfskiptur bíll og mjög ,,seventies”. Við vinirnir fórum einu sinni á honum út á land eitt sumarið og voru að flýta okkur mikið. Ég tók framúr eitt skiptið og gaf bílnum vel í en um leið og ég var að reyna koma honum upp þá gíraði hann sig niður þannig hann missti afl en á saman tíma var mjólkurbíll að koma á móti okkar. Ég bölvaði bílnum svo mikið að á réttu augnabliki tók hann við sér og byrjaði að gíra sig upp aftur og ég náði nægilegum hraða til að taka fram úr og um leið koma í veg fyrir að við lentum framan á mjólkurbílnum. Eftir þetta var ákveðið að sá gamli væri búinn að þjóna hlutverki sínum og ætti það eitt eftir að vera pressaður. Bleik bjalla Annar bíll sem er mér eftirminnilegur er Volkswagen Bjalla sem ég eignaðist, módel 1972. Ég var mjög hvatvís við kaupin á honum og fór og skoðaði hann að kveldi til. Þá blasti við mér rauð Bjalla að mér fannst. Ég sló til og var ekkert að spá í að skoða hann betur, gekk frá kaupunum og keyrði honum glaður heim. Morguninn eftir, þegar ég fór út og skoðaði bílinn í dagsbirtunni, þá kom í ljós að hann var ekki rauður heldur bleikur. Þetta var mikið áfall því mér var alls ekki að skapi að keyra bleika bjöllu. Bilinn var góður og gekk vel en ég gat með engu móti átt hann lengi því ég hafði það bara ekki í mér að keyra um á bleikri Bjöllu,” segir Sævar og brosir.Eignaðist Benz sem faðir Bjarna Ben átti ,,Þriðji bílinn sem stendur uppúr að hans mati er svo gamall Mercedes Benz tveggja dyra 250 af svo kölluðu W114 boddý. ,,Þessi bíll var módel 1971 og var hvítur með grænu leðri, gullfallegur bíll. Hann var rosalega vel útbúinn fyrir þann tíma sem hann var framleiddur, með rafmagni í öllu. Umræddan bíl hafði faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra átt. Ég sá alltaf eftir þeim bíl því það hefði verið hægt að gera góðan bíl úr honum hins vegar hafði ég ekki getuna til að standa í því að gera þann bíl upp.”Karakterlausir nýir bílar ,,Mér finnst leiðinlegt hvað þessir nýju bílar hafa misst mikinn karektar miðað við þá eldri, eins er fólk svo mikið að endurnýja í stað þess að passa betur upp á bílana sína og fara vel með þannig að þeir endist lengur. Við erum svo nýjungagjörn í þessum bílamálum. Ég er sjálfur á nýjum bílum líka og hef t.d. verslað við besta bílaumboðið á landinu að mínu mati sem er Askja,” segir Sævar og bætir við að þetta snúist líka um þjónustuna sem bíleigendur fá.600 Pullmann draumabíllinn En hver er draumbíll þinn? ,,Það eru aðallega tveir bílar sem mig langar í og eru draumabílarnir. Annars vegar 600 Pullmann sem voru framleiddir frá árinu 1963 til 1980. Slíkan bíl væri gaman að eiga. Þessir bílar voru fremstir í tækni og afli á sínum tíma, reyndar hafa þeir vafasama fylgjendur því þeir voru oftast keyptir af einræðisherrum. Þetta eru mjög tignalegir bílar og fallegir. Svo væri draumurinn að eignast Mercedes Benz blæjubíl frá árunum 1960 til 1970. Blæjubílar sem Mercedes Benz framleiddi á þessum tíma eru algjörlega tímalausir og ótrúlega fallegir bílar.”Er eitthvað skylt með lögmennsku og að vilja eiga gamala bíla? ,,Ég get ekki ímyndað mér það,” segir Sævar og hlær við. ,,Ekki nema þá að við erum svo íhaldssamir lögmennirnir kannski að það passi vel við eldri og virðulega bíla.Nýta gamla hluti betur Verður gamli Benzinn lengi í viðbót í þjónustu hjá ykkur á stofunni? ,,Hver veit, á meðan við höldum honum við og pössum upp á hann þá verður hann það og við leggjum metnað okkur í það. Við sem samfélag mættum leggja meira upp úr því að nýta hluti betur og nota það sem gamalt er ef það virkar og er haldið við því það þarf ekkert endilega að vera betra að nota nýtt bara af því það er nýtt. Við verðum að hugsa meira um þessa miklu neysluhyggju sem er að tröllríða öllu og huga betur að betri nýtingu hluta,” segir lögmaðurinn að lokum.Faðir Bjarna Ben átti þennan en Sævar Þór eignaðist hann síðar.Inní Benzinum bláa.Gullfallegur gripur og ef vel er rýnt má sjá merkingu á framhurð bíls sem á stendur Lögmenn Sundagörðum. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Sævar Þór Jónsson, lögmaður og einn af eigendum lögmannsstofunnar Lögmenn Sundagörðum, ekur um á 34 ára gömlum Mercedes Benz af gerðinni 280E. Þessi týpa er svokallað W123 boddý frá Mercedes Benz. ,,Þetta var eitt vinsælasta og mest selda boddý sem Mercedes Benz hefur framleitt fyrr og síðar. Mótorinn í þessum bíl er sá sami og var hægt að fá í stærri Benzinum, svokölluðum S-class en hann hentar sérstaklega vel í þetta boddý líka og gerir bílinn mun sprækari og skemmtilegri heldur en t.d. minni mótorinn eða 200 sem var mjög algengur í þessu boddýi. Þessir bílar eru ótrúlega sterkir og algjörir vinnuhestar,” segir Sævar.Sölustjóri Benz í Kiel átti bílinn Umræddur bíll var fyrst í eigum sölustjóra Mercedes Benz í Kiel í Þýskalandi og var svo keyptur af Íslendingi sem átti hann þangað til lögmannsstofan eignaðist hann. ,,Bíllinn hefur sem sagt verið hér á landi í um 30 ár. Bíllinn er lítið keyrður eða um 150 þús km. Hann var aldrei keyrður á veturnar hér á Íslandi, var frúarbíll og því lítið ekinn þessi 30 ár hér á landi en var mest keyrður í Þýskalandi á sínum tíma. Það eru til öll skoðunargögn og þjónustubækur og yfirlit yfir öll olíuskipti frá upphafi. Bíllinn er allur upprunalegur og hefur aðeins verið gerð ein til tvær athugasemdir við skoðun á bílnum frá því hann kom til landsins og það var vegna peru sem var biluð. Þá er upphaflega varadekkið enn í honum og sömu dempararnir. Þetta kalla ég endingu,” segir Sævar og brosir. En er bílinn praktískur sem vinnubíll? ,,Já algjörlega og hann hefur líka mikið auglýsingagildi,” svarar Sævar. ,,Bíllinn er eins og nýr og í toppstandi þannig að hann vekur athygli hvert sem komið er á honum. Auðvitað er hann kominn til ára sinna og eflaust hentugara að notast við minni bíla og nýrri en hann er notaður af mér í vinnunni og af útvöldum starfsmönnum stofunnar,” segir Sævar og hlær.Sérstök tilfinning að snattast á honum "Þó þetta sé dauður hlutur og kannski bara verkfæri í reynd þá er alltaf sérstök tilfinning að snattast á honum og þeir sem nota hann eru allir sammála því að þetta er sérstök tilfinning sem maður finnur ekki í nýrri bílum. Hann hentar mjög vel þegar við erum að snattast í ýmsum erindagjörðum fyrir stofuna. Hann er samt ekki mikið ekinn því þetta eru oftast stuttar ferðir og ekki margar þannig séð. Það er hugsað mjög vel um bílinn og hann er alltaf geymdur inni. Síðan er hann yfirfarinn vikulega þannig það er nostrað við hann. Þessir gömlu Benzar eru ótrúlega sterkir og það er hægt að halda þessum bílum endalaust gangandi ef það er bara hugsað vel um þá og þeir yfirfarnir reglulega og það lagað sem þarf að laga. Svo er umboðið svo öflugt og gott. Þeir laga allt sem þarf að laga og framleiðandi er enn að framleiða og skaffa varahluti í þessa bíla. Sterkur karakter Þessi bíll hefur sterkan karakter. Þó nútímaþægindi séu lítil þá er þetta ótrúlega skemmtilegt faratæki,” segir lögmaðurinn ánægður með Benzann. En Sævar ert þú með bíladellu? ,,Jú ætli það sé ekki bara rétt. Maður verður að hafa dellu fyrir einhverju í lífinu. Ég hef gaman af bílum, þó sérstaklega eldri bílum. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er svo gömul sál. Mér þykja þessir eldri bílar hafa svo mikinn karakter. Ef þeir eru í toppstandi þá er algjör unun að horfa á þá og keyra. Sumir þessara bíla eru algjör listaverk.”Ólst upp við Benz Geirs Hallgrímssonar En átt þú bara gamla bíla vanalega? ,,Nei alls ekki. Ég er mikill Benz maður og hef átt nokkra. Ég á nýlegan Benz núna og líkar þeir líka þó það séu í reynd öðruvísi bílar en þessir gömlu.” En hvers vegna Benz? ,,Það er góð spurning. Þegar ég var lítill strákur þá ólst ég upp við 66 módelið af 250 S-Class Benz sem var í eigu Geirs Hallgrímssonar og síðar í eigu afa mágs míns Haraldar Hannessonar. Bíllinn var svartur og með rauð sæti. Þegar ég sá bílinn fyrst þá varð ég dolfallinn af honum og Benz. Svo átti Guðfinnur bílasali glæsilegan, bláan 500 SEL bíl en ég og sonur hans erum miklir vinir. Okkur strákunum fannst þetta algjör dreki og mikil kerra. Þannig byrjaði þessi vírus sem ég hef ekki losnað við síðan. Ég hef reynt að gera nokkrar tilraunir til að byrja með önnur bílamerki en það hefur bara ekki virkað. Þetta er ólækandi segir félagi minn sem er sálfræðingur,” segir Sævar og hlær.Eru það þá bara Benzar sem eru á heimilinu? ,,Nei alls ekki. Eiginmaður minn á BMW og honum líkar þeir betur, finnst þeir meira fyrir yngra fólk, þannig að umræðurnar á heimilinu verða skrautlegar þegar við tölum um bíla við aðra en þannig er það bara.”Ryðguð og hættuleg Mazda En hvað eru eftirminnilegustu bílarnir sem þú hefur átt? ,,Fyrsti bílinn sem ég átti sem var Mazda 323 árgerð 1978, gulllitaður og tveggja dyra. Móðir æskuvinar míns hafði átt hann og gaf mér hann. Bíllinn var svo ryðgaður að ég veit ekki hvað hélt honum saman. Þetta var sjálfskiptur bíll og mjög ,,seventies”. Við vinirnir fórum einu sinni á honum út á land eitt sumarið og voru að flýta okkur mikið. Ég tók framúr eitt skiptið og gaf bílnum vel í en um leið og ég var að reyna koma honum upp þá gíraði hann sig niður þannig hann missti afl en á saman tíma var mjólkurbíll að koma á móti okkar. Ég bölvaði bílnum svo mikið að á réttu augnabliki tók hann við sér og byrjaði að gíra sig upp aftur og ég náði nægilegum hraða til að taka fram úr og um leið koma í veg fyrir að við lentum framan á mjólkurbílnum. Eftir þetta var ákveðið að sá gamli væri búinn að þjóna hlutverki sínum og ætti það eitt eftir að vera pressaður. Bleik bjalla Annar bíll sem er mér eftirminnilegur er Volkswagen Bjalla sem ég eignaðist, módel 1972. Ég var mjög hvatvís við kaupin á honum og fór og skoðaði hann að kveldi til. Þá blasti við mér rauð Bjalla að mér fannst. Ég sló til og var ekkert að spá í að skoða hann betur, gekk frá kaupunum og keyrði honum glaður heim. Morguninn eftir, þegar ég fór út og skoðaði bílinn í dagsbirtunni, þá kom í ljós að hann var ekki rauður heldur bleikur. Þetta var mikið áfall því mér var alls ekki að skapi að keyra bleika bjöllu. Bilinn var góður og gekk vel en ég gat með engu móti átt hann lengi því ég hafði það bara ekki í mér að keyra um á bleikri Bjöllu,” segir Sævar og brosir.Eignaðist Benz sem faðir Bjarna Ben átti ,,Þriðji bílinn sem stendur uppúr að hans mati er svo gamall Mercedes Benz tveggja dyra 250 af svo kölluðu W114 boddý. ,,Þessi bíll var módel 1971 og var hvítur með grænu leðri, gullfallegur bíll. Hann var rosalega vel útbúinn fyrir þann tíma sem hann var framleiddur, með rafmagni í öllu. Umræddan bíl hafði faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra átt. Ég sá alltaf eftir þeim bíl því það hefði verið hægt að gera góðan bíl úr honum hins vegar hafði ég ekki getuna til að standa í því að gera þann bíl upp.”Karakterlausir nýir bílar ,,Mér finnst leiðinlegt hvað þessir nýju bílar hafa misst mikinn karektar miðað við þá eldri, eins er fólk svo mikið að endurnýja í stað þess að passa betur upp á bílana sína og fara vel með þannig að þeir endist lengur. Við erum svo nýjungagjörn í þessum bílamálum. Ég er sjálfur á nýjum bílum líka og hef t.d. verslað við besta bílaumboðið á landinu að mínu mati sem er Askja,” segir Sævar og bætir við að þetta snúist líka um þjónustuna sem bíleigendur fá.600 Pullmann draumabíllinn En hver er draumbíll þinn? ,,Það eru aðallega tveir bílar sem mig langar í og eru draumabílarnir. Annars vegar 600 Pullmann sem voru framleiddir frá árinu 1963 til 1980. Slíkan bíl væri gaman að eiga. Þessir bílar voru fremstir í tækni og afli á sínum tíma, reyndar hafa þeir vafasama fylgjendur því þeir voru oftast keyptir af einræðisherrum. Þetta eru mjög tignalegir bílar og fallegir. Svo væri draumurinn að eignast Mercedes Benz blæjubíl frá árunum 1960 til 1970. Blæjubílar sem Mercedes Benz framleiddi á þessum tíma eru algjörlega tímalausir og ótrúlega fallegir bílar.”Er eitthvað skylt með lögmennsku og að vilja eiga gamala bíla? ,,Ég get ekki ímyndað mér það,” segir Sævar og hlær við. ,,Ekki nema þá að við erum svo íhaldssamir lögmennirnir kannski að það passi vel við eldri og virðulega bíla.Nýta gamla hluti betur Verður gamli Benzinn lengi í viðbót í þjónustu hjá ykkur á stofunni? ,,Hver veit, á meðan við höldum honum við og pössum upp á hann þá verður hann það og við leggjum metnað okkur í það. Við sem samfélag mættum leggja meira upp úr því að nýta hluti betur og nota það sem gamalt er ef það virkar og er haldið við því það þarf ekkert endilega að vera betra að nota nýtt bara af því það er nýtt. Við verðum að hugsa meira um þessa miklu neysluhyggju sem er að tröllríða öllu og huga betur að betri nýtingu hluta,” segir lögmaðurinn að lokum.Faðir Bjarna Ben átti þennan en Sævar Þór eignaðist hann síðar.Inní Benzinum bláa.Gullfallegur gripur og ef vel er rýnt má sjá merkingu á framhurð bíls sem á stendur Lögmenn Sundagörðum.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent