10 áreiðanlegustu bílarnir vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 09:49 Toyota Prius er áreiðanlegasti bíllinn sem seldur er í Bandaríkjunum. Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent
Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent