Rafbíllinn Lucid EV er með 650 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 10:13 Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent