Finnar vilja risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 10:58 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Reno. Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent