Faðirinn myrtur af glæpagengi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2016 12:00 Rósíka Gestsdóttir segir andlegan undirbúning mikilvægan þegar fólk ákveður að leita upprunans. Vísir/AntonBrink Rósíka Gestsdóttir er þrítug og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hún er alin upp í Borgarnesi af þeim Sigurást Karelsdóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón Gestur fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul.Fékk kærleiksríkt uppeldi „Ég fékk kærleiksríkt og gott uppeldi. Ættleiðingin var ekkert leyndarmál. Mamma og pabbi töluðu mjög opinskátt um hana og uppruna minn. Mér fannst ég vera fyrst tilbúin þá til að skoða ættleiðingarpappírana og leita uppruna míns. Ég fór að hugsa um hvaðan ég væri og ástæðuna fyrir því að ég var ættleidd. Í skjölunum kom fram nafn líffræðilegrar móður minnar og systur og þar var einnig að finna götuheiti. Það voru hins vegar engar nákvæmar upplýsingar um staðsetninguna,“ segir Rósíka.Rósíka ákvað að freista gæfunnar þegar hún sá auglýst eftir þátttakendum í Leitina að upprunanum. „Ég sá auglýsinguna í fjölmiðlum og ákvað að slá til. Ég átti dálítið erfitt með að segja mömmu og pabba frá því að mig langaði til að gera þetta. En þau stóðu með mér og voru mjög ánægð fyrir mína hönd. Það var maðurinn minn líka. Hann fór með mér út,“ segir Rósíka frá. Rósíka undirbjó sig andlega undir ferðina. Ferðalagið var strembið og langt. „Ferðalagið var virkilega erfitt og tók á. Það tók sólarhring að komast til Srí Lanka. Ég fann hins vegar fyrir miklum létti þegar ég var komin út. Ég fann að þetta var landið mitt. Srí Lanka er afar ólíkt Íslandi. Við fórum út í júní, þá var þrjátíu stiga hiti og glampandi sól mestmegnis allan tímann. Þarna eru villtir frumskógar, mikið dýralíf og ávextir vaxa á trjánum. Þarna var ég komin þrjátíu árum seinna, það var sérstök tilfinning,“ segir hún. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir þáttastjórnandi og Egill Aðalsteinsson tökumaður voru með í för. Sigrún Ósk hafði sett sig í samband við rannsóknarblaðamann í Kólombó og beðið hann að aðstoða sig. Enda höfðu þau afar fáar vísbendingar að moða úr um staðsetningu og tilvist móður Rósíku.Öllum gögnum eytt „Þegar við komum út fórum við að heimilisfangi sjúkrahússins sem ég fæddist á. Þá var það ekki lengur á sama stað. Við ræddum við yfirlækninn sem tjáði okkur að það væri einnig búið að eyða öllum gögnum um mig. Þarna missti ég svolítið vonina. Við öll eiginlega og héldum að þetta myndi ekki ganga. Við höfðum aðeins viku til að finna hana og töldum að það væri of stuttur tími til stefnu.“Blaðamaður á slóðinni Að kvöldi þess sama dags hafði Sigrún Ósk samband við rannsóknarblaðamanninn í Kólombó og komst að því að hann væri búinn að hafa uppi á móður Rósíku en hún hefði skipt um nafn. „Sigrún Ósk segir mér þetta morguninn eftir og ég fylltist aftur tilhlökkun. Við fórum að hitta blaðamanninn. Hann fór yfir sögu mína og ástæðu þess að ég var gefin. Ég sá að hann var fær blaðamaður og hann sýndi málinu brennandi áhuga. Fjölmiðlar þarna úti fylgdu mér eftir og það voru skrifaðar fréttir um leit mína. Blaðamaðurinn sagði mér sem sagt að faðir minn hefði verið myrtur þegar mamma var gengin átta mánuði á leið. Hún hefði ekki séð fram á að geta séð um mig og ákveðið að gefa mig frá sér þess vegna. Vegna þeirrar ákvörðunar hafi hún verið útskúfuð úr fjölskyldunni, bæði sinni eigin og föðurfjölskyldunni. Fjölskyldan lokaði á hana,“ segir Rósíka frá.Blaðamaðurinn gaf frekari upplýsingar um líf móður hennar eftir að Rósíka var gefin til Íslands. „Hún giftist aftur og eignaðist með þeim manni tvo syni. Síðar yfirgefur þessi maður móður mína. Ég á því tvo hálfbræður og alsystur,“ segir Rósíka og segir líf móður sinnar hafa verið erfitt. „Já, ég sá það þegar ég var úti að líf hennar hefur verið erfitt og átakamikið. En systkini mín styðja samt augljóslega þétt við bakið á henni og þau eru samheldin og virðast hamingjusöm þótt þau hafi ekki mikið á milli handanna.“ Rósíka þekkti aftur svip móður sinnar og systur af gamalli ljósmynd úr ættleiðingarskjölunum. Þeirri sem foreldrar hennar höfðu tekið þegar þau náðu í hana. „Þetta eru með verðmætustu myndum sem ég á og ég hef varðveitt þær eins og gull í gegnum árin. Foreldrar mínir varðveittu ættleiðingarskjölin frá upphafi og myndirnar af móður minni og systur þangað til ég var tilbúin að skoða þetta. Ég og móðir mín þykjum mjög líkar. Það sést líka alveg að þetta eru systkini mín. Ég átti tvær myndir af móður minni og systur minni. Sem foreldrar mínir tóku þegar þeir náðu í mig. Það sést vel á þeim myndum að ég er mjög lík þeim.“ Blaðamaðurinn sagði Rósíku að móðir hennar vildi hitta hana. Hún hefði reyndar hringt nokkrum sinnum á dag til að finna út hvenær hún væri væntanleg. „Blaðamaðurinn hafði gengið svo langt að senda mann til hennar til að staðfesta að hún væri raunverulega móðir mín. Þá kom í ljós að hún hefur hugsað til mín öll þessi ár og brotnaði saman þegar henni var greint frá ósk minni um að hitta hana.“Tilfinningaþrungin stund Rósíka fór strax eftir fundinn með blaðamanninum til að hitta móður sína. „Ég var búin að bíða svo lengi eftir þessu. Búin að ímynda mér hvernig stundin yrði. Þarna stóð hún fyrir utan húsið og beið mín. Um leið og við hittumst fann ég virkilega mikinn kærleika okkar á milli og var greinilegt að ég er dóttir hennar. Við föðmuðumst strax og hún tók í höndina á mér og leiddi mig inn í húsið. Þar biðu tvö systkina minna. Systir mín og yngsti bróðir minn,“ segir Rósíka frá. „Þau faðma mig og kyssa í bak og fyrir. Segja mér að við séum ein fjölskylda, það verði alltaf þannig og ég megi aldrei gleyma því. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund.“ Í heimsókninni fékk Rósíka að vita að móðir hennar hefði aldrei búist við að sjá hana nokkru sinni aftur. Eftir að hún hefði verið afhent í réttarsalnum þá hefði hún snúið aftur til að sækja hana. Þá hefði það verið of seint. „Hún vissi ekki einu sinni hvar Ísland var. Foreldrum mínum var líka bannað að reyna að hafa samband við hana og það kom líka í ljós að það var ekki allt með felldu þegar kom að lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna á Srí Lanka,“ segir Rósíka. Eftir góða og innilega stund með móður sinni og systkinum var haldið til Ja-Ela þar sem hún fæddist og að leiði föður hennar. „Leiðið var ekkert merkt með neinum legsteini eða neitt. Ég fékk að vita ýmis atriði sem tengdust morðinu. Að hann hefði verið eltur að járnbrautarteinum, það hefði verið komið aftan að honum og hann skorinn á háls. Ekki væri vitað hverjir hefðu verið að verki annað en að það væri glæpagengi. Lögreglan rannsakaði ekki glæpinn,“ segir Rósíka sem segir föður sinn hafa verið vel settan kaupsýslumann í þá daga.Lenti á götunni „Móðir mín kom að honum myrtum. Hún var ekki vitni að morðinu en þetta var erfið reynsla fyrir hana sem situr greinilega í henni. Ég spurði út í þetta og hún brotnaði alveg saman. Í pappírunum mínum stóð að hann hefði beitt hana ofbeldi en það er ekki rétt. Hún segir þau hafa verið hamingjusöm og talar mjög vel um hann,“ segir Rósíka sem segir að móðir hennar hafi eftir þetta lent á götunni. „Við fórum líka á götuna sem er nefnd í skjölunum um mig, Santa Maria Road. Þar voru ættingjar mínir sagðir búa. Við bönkuðum upp á í nokkrum húsum án árangurs. Þetta var eins og að leita að nál í heystakki. Það eru auðvitað mjög margir lausir endar. Búið að eyða gögnum á sjúkrahúsinu, ekkert að finna á Santa Maria Road og lítið að finna um morðið á föður mínum. En ég er sátt samt. Þetta er nóg því ég fann móður mína og systkini.“Naut tímansRósíku tókst að njóta tímans úti. „Við maðurinn minn, Alexander Jóhannesson, fórum í smá ferð um Srí Lanka, fórum á fílsbak, skoðuðum teverksmiðju og indverska markaði. Það var yndisleg upplifun að geta skoðað landið sem ég kem frá. Um leið og ég hitti fjölskyldu mína í Srí Lanka fann ég það að þau vildu eyða öllum þeim tíma sem var eftir af ferðinni með mér. Við gerðum ýmislegt saman, við fórum á ströndina, borðuðum góðan mat saman og virkilega nutum þess að vera saman og kynnast. Ég fann strax að ég var velkomin og þau vildu allt fyrir mig gera,“ segir Rósíka.Hún segist tala við systur sína í hverri viku en hún er sú eina í fjölskyldunni sem talar ensku. „Hún er tengiliðurinn minn en yngsti bróðir minn sendir mér myndir og stutt myndbönd, það er indælt og gefur mér mikið. Ég finn að samband okkar varir til framtíðar, það er mikill léttir.“ Hún segist fara aftur til Srí Lanka. „Ég verð að gera það. Ég stefni á það eftir 2-3 ár þótt ferðalagið hafi verið langt og strembið. Það er sex klukkustunda tímamunur miðað við Ísland sem þarf að aðlaga sig að, en landið er yndislegt og þess virði að fara þangað, sérstaklega þar sem ég á fjölskyldu þar núna."Hvaða ráð gefur Rósíka fólki sem ætlar í upprunaleit? „Ég myndi ráðleggja fólki sem ætlar að leita upprunans að spyrja sig sjálft hvort það sé virkilega þetta sem það vill gera. Huga að því að þetta getur verið átakanlegt ferli, það er ekki sjálfgefið að fjölskyldan finnist. Það þarf að gefa sér góðan tíma í það að finna fjölskylduna, þetta er mikil rannsóknarvinna. Maður þarf líka að vera í mjög góðu jafnvægi til að takast á við þetta,“ segir Rósíka sem er þakklát fyrir tækifærið til að fá aðstoð við leitina. „Þetta er reynsla sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir og búa að alla ævi. Ég er mjög sátt við það hvernig leitin fór fram og þetta fór allt betur en ég þorði að vona. Það er kraftaverk að ég fann fjölskylduna mína á Srí Lanka og á svona stuttum tíma.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Rósíka Gestsdóttir er þrítug og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hún er alin upp í Borgarnesi af þeim Sigurást Karelsdóttur og Jóni Gesti Sveinbjörnssyni. Sigurást og Jón Gestur fóru til Srí Lanka þar sem þau tóku á móti Rósíku, sex vikna gamalli. Þau tóku með sér pappíra um hana og tóku myndir af líffræðilegri móður hennar og þriggja ára gamalli systur. Rósíka leit hins vegar ekki á pappírana fyrr en hún var tuttugu og fimm ára gömul.Fékk kærleiksríkt uppeldi „Ég fékk kærleiksríkt og gott uppeldi. Ættleiðingin var ekkert leyndarmál. Mamma og pabbi töluðu mjög opinskátt um hana og uppruna minn. Mér fannst ég vera fyrst tilbúin þá til að skoða ættleiðingarpappírana og leita uppruna míns. Ég fór að hugsa um hvaðan ég væri og ástæðuna fyrir því að ég var ættleidd. Í skjölunum kom fram nafn líffræðilegrar móður minnar og systur og þar var einnig að finna götuheiti. Það voru hins vegar engar nákvæmar upplýsingar um staðsetninguna,“ segir Rósíka.Rósíka ákvað að freista gæfunnar þegar hún sá auglýst eftir þátttakendum í Leitina að upprunanum. „Ég sá auglýsinguna í fjölmiðlum og ákvað að slá til. Ég átti dálítið erfitt með að segja mömmu og pabba frá því að mig langaði til að gera þetta. En þau stóðu með mér og voru mjög ánægð fyrir mína hönd. Það var maðurinn minn líka. Hann fór með mér út,“ segir Rósíka frá. Rósíka undirbjó sig andlega undir ferðina. Ferðalagið var strembið og langt. „Ferðalagið var virkilega erfitt og tók á. Það tók sólarhring að komast til Srí Lanka. Ég fann hins vegar fyrir miklum létti þegar ég var komin út. Ég fann að þetta var landið mitt. Srí Lanka er afar ólíkt Íslandi. Við fórum út í júní, þá var þrjátíu stiga hiti og glampandi sól mestmegnis allan tímann. Þarna eru villtir frumskógar, mikið dýralíf og ávextir vaxa á trjánum. Þarna var ég komin þrjátíu árum seinna, það var sérstök tilfinning,“ segir hún. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir þáttastjórnandi og Egill Aðalsteinsson tökumaður voru með í för. Sigrún Ósk hafði sett sig í samband við rannsóknarblaðamann í Kólombó og beðið hann að aðstoða sig. Enda höfðu þau afar fáar vísbendingar að moða úr um staðsetningu og tilvist móður Rósíku.Öllum gögnum eytt „Þegar við komum út fórum við að heimilisfangi sjúkrahússins sem ég fæddist á. Þá var það ekki lengur á sama stað. Við ræddum við yfirlækninn sem tjáði okkur að það væri einnig búið að eyða öllum gögnum um mig. Þarna missti ég svolítið vonina. Við öll eiginlega og héldum að þetta myndi ekki ganga. Við höfðum aðeins viku til að finna hana og töldum að það væri of stuttur tími til stefnu.“Blaðamaður á slóðinni Að kvöldi þess sama dags hafði Sigrún Ósk samband við rannsóknarblaðamanninn í Kólombó og komst að því að hann væri búinn að hafa uppi á móður Rósíku en hún hefði skipt um nafn. „Sigrún Ósk segir mér þetta morguninn eftir og ég fylltist aftur tilhlökkun. Við fórum að hitta blaðamanninn. Hann fór yfir sögu mína og ástæðu þess að ég var gefin. Ég sá að hann var fær blaðamaður og hann sýndi málinu brennandi áhuga. Fjölmiðlar þarna úti fylgdu mér eftir og það voru skrifaðar fréttir um leit mína. Blaðamaðurinn sagði mér sem sagt að faðir minn hefði verið myrtur þegar mamma var gengin átta mánuði á leið. Hún hefði ekki séð fram á að geta séð um mig og ákveðið að gefa mig frá sér þess vegna. Vegna þeirrar ákvörðunar hafi hún verið útskúfuð úr fjölskyldunni, bæði sinni eigin og föðurfjölskyldunni. Fjölskyldan lokaði á hana,“ segir Rósíka frá.Blaðamaðurinn gaf frekari upplýsingar um líf móður hennar eftir að Rósíka var gefin til Íslands. „Hún giftist aftur og eignaðist með þeim manni tvo syni. Síðar yfirgefur þessi maður móður mína. Ég á því tvo hálfbræður og alsystur,“ segir Rósíka og segir líf móður sinnar hafa verið erfitt. „Já, ég sá það þegar ég var úti að líf hennar hefur verið erfitt og átakamikið. En systkini mín styðja samt augljóslega þétt við bakið á henni og þau eru samheldin og virðast hamingjusöm þótt þau hafi ekki mikið á milli handanna.“ Rósíka þekkti aftur svip móður sinnar og systur af gamalli ljósmynd úr ættleiðingarskjölunum. Þeirri sem foreldrar hennar höfðu tekið þegar þau náðu í hana. „Þetta eru með verðmætustu myndum sem ég á og ég hef varðveitt þær eins og gull í gegnum árin. Foreldrar mínir varðveittu ættleiðingarskjölin frá upphafi og myndirnar af móður minni og systur þangað til ég var tilbúin að skoða þetta. Ég og móðir mín þykjum mjög líkar. Það sést líka alveg að þetta eru systkini mín. Ég átti tvær myndir af móður minni og systur minni. Sem foreldrar mínir tóku þegar þeir náðu í mig. Það sést vel á þeim myndum að ég er mjög lík þeim.“ Blaðamaðurinn sagði Rósíku að móðir hennar vildi hitta hana. Hún hefði reyndar hringt nokkrum sinnum á dag til að finna út hvenær hún væri væntanleg. „Blaðamaðurinn hafði gengið svo langt að senda mann til hennar til að staðfesta að hún væri raunverulega móðir mín. Þá kom í ljós að hún hefur hugsað til mín öll þessi ár og brotnaði saman þegar henni var greint frá ósk minni um að hitta hana.“Tilfinningaþrungin stund Rósíka fór strax eftir fundinn með blaðamanninum til að hitta móður sína. „Ég var búin að bíða svo lengi eftir þessu. Búin að ímynda mér hvernig stundin yrði. Þarna stóð hún fyrir utan húsið og beið mín. Um leið og við hittumst fann ég virkilega mikinn kærleika okkar á milli og var greinilegt að ég er dóttir hennar. Við föðmuðumst strax og hún tók í höndina á mér og leiddi mig inn í húsið. Þar biðu tvö systkina minna. Systir mín og yngsti bróðir minn,“ segir Rósíka frá. „Þau faðma mig og kyssa í bak og fyrir. Segja mér að við séum ein fjölskylda, það verði alltaf þannig og ég megi aldrei gleyma því. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund.“ Í heimsókninni fékk Rósíka að vita að móðir hennar hefði aldrei búist við að sjá hana nokkru sinni aftur. Eftir að hún hefði verið afhent í réttarsalnum þá hefði hún snúið aftur til að sækja hana. Þá hefði það verið of seint. „Hún vissi ekki einu sinni hvar Ísland var. Foreldrum mínum var líka bannað að reyna að hafa samband við hana og það kom líka í ljós að það var ekki allt með felldu þegar kom að lögfræðingnum sem sá um ættleiðinguna á Srí Lanka,“ segir Rósíka. Eftir góða og innilega stund með móður sinni og systkinum var haldið til Ja-Ela þar sem hún fæddist og að leiði föður hennar. „Leiðið var ekkert merkt með neinum legsteini eða neitt. Ég fékk að vita ýmis atriði sem tengdust morðinu. Að hann hefði verið eltur að járnbrautarteinum, það hefði verið komið aftan að honum og hann skorinn á háls. Ekki væri vitað hverjir hefðu verið að verki annað en að það væri glæpagengi. Lögreglan rannsakaði ekki glæpinn,“ segir Rósíka sem segir föður sinn hafa verið vel settan kaupsýslumann í þá daga.Lenti á götunni „Móðir mín kom að honum myrtum. Hún var ekki vitni að morðinu en þetta var erfið reynsla fyrir hana sem situr greinilega í henni. Ég spurði út í þetta og hún brotnaði alveg saman. Í pappírunum mínum stóð að hann hefði beitt hana ofbeldi en það er ekki rétt. Hún segir þau hafa verið hamingjusöm og talar mjög vel um hann,“ segir Rósíka sem segir að móðir hennar hafi eftir þetta lent á götunni. „Við fórum líka á götuna sem er nefnd í skjölunum um mig, Santa Maria Road. Þar voru ættingjar mínir sagðir búa. Við bönkuðum upp á í nokkrum húsum án árangurs. Þetta var eins og að leita að nál í heystakki. Það eru auðvitað mjög margir lausir endar. Búið að eyða gögnum á sjúkrahúsinu, ekkert að finna á Santa Maria Road og lítið að finna um morðið á föður mínum. En ég er sátt samt. Þetta er nóg því ég fann móður mína og systkini.“Naut tímansRósíku tókst að njóta tímans úti. „Við maðurinn minn, Alexander Jóhannesson, fórum í smá ferð um Srí Lanka, fórum á fílsbak, skoðuðum teverksmiðju og indverska markaði. Það var yndisleg upplifun að geta skoðað landið sem ég kem frá. Um leið og ég hitti fjölskyldu mína í Srí Lanka fann ég það að þau vildu eyða öllum þeim tíma sem var eftir af ferðinni með mér. Við gerðum ýmislegt saman, við fórum á ströndina, borðuðum góðan mat saman og virkilega nutum þess að vera saman og kynnast. Ég fann strax að ég var velkomin og þau vildu allt fyrir mig gera,“ segir Rósíka.Hún segist tala við systur sína í hverri viku en hún er sú eina í fjölskyldunni sem talar ensku. „Hún er tengiliðurinn minn en yngsti bróðir minn sendir mér myndir og stutt myndbönd, það er indælt og gefur mér mikið. Ég finn að samband okkar varir til framtíðar, það er mikill léttir.“ Hún segist fara aftur til Srí Lanka. „Ég verð að gera það. Ég stefni á það eftir 2-3 ár þótt ferðalagið hafi verið langt og strembið. Það er sex klukkustunda tímamunur miðað við Ísland sem þarf að aðlaga sig að, en landið er yndislegt og þess virði að fara þangað, sérstaklega þar sem ég á fjölskyldu þar núna."Hvaða ráð gefur Rósíka fólki sem ætlar í upprunaleit? „Ég myndi ráðleggja fólki sem ætlar að leita upprunans að spyrja sig sjálft hvort það sé virkilega þetta sem það vill gera. Huga að því að þetta getur verið átakanlegt ferli, það er ekki sjálfgefið að fjölskyldan finnist. Það þarf að gefa sér góðan tíma í það að finna fjölskylduna, þetta er mikil rannsóknarvinna. Maður þarf líka að vera í mjög góðu jafnvægi til að takast á við þetta,“ segir Rósíka sem er þakklát fyrir tækifærið til að fá aðstoð við leitina. „Þetta er reynsla sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir og búa að alla ævi. Ég er mjög sátt við það hvernig leitin fór fram og þetta fór allt betur en ég þorði að vona. Það er kraftaverk að ég fann fjölskylduna mína á Srí Lanka og á svona stuttum tíma.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira