Bjargar tveimur börnum með ótrúlegu snarræði Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 12:50 Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent