Bílaframleiðsla í Bretlandi aukist um 10% í ár Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 11:34 Honda verksmiðja í Bretlandi. Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Brexit Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims.
Brexit Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent