Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 14:36 Enn heldur maraþonmál Volkswagensvindlsins áfram. Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent