Veifar til mömmu á 180 km hraða í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 11:01 Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent
Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent