Sebastian Loeb í forystu Dakar eftir annan dag Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 16:06 Peugeot á tvo fyrstu bílana eftir tvo fyrstu daga keppninnar. Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent