Ford Mustang og F-150 verða Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 09:39 Ford F-150 og Mustang Einhver gæti sagt að þegar Ford Mustang er orðinn Hybrid bíll, hvað þá pallbíllinn Ford F-150, þá er allt Hybrid. Það er þó einmitt það sem Ford hefur á prjónunum. Það verður þó ekki í boði fyrr en árið 2020. Hybrid kerfi bílanna beggja endurheimtir orku við hemlun og getur hlaðið rafmagni líka á ferð án hemlunar, en ekki verður hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga þeim í samband, enda á það við Plug-In-Hybrid bíla. Þegar að árinu 2020 kemur verða líklega komnar nýjar kynslóðir af bæði Mustang og F-150 og því er líklegt að tímasetningin miði við það. Ford lofar afli sambærilegu og í núverandi V8 vélum í Hybrid gerð Mustang, eða að minnsta kosti 435 hestöflum. Hybrid kerfi Ford F-150 mun koma af meiri notum en bara fyrir rafmótoranna út við hjól, heldur má einnig nota kerfið við alla þá rafmagnsþörf sem vill fylgja pallbílum og gæti það komið sér vel í þeim tilvikum sem pallbíllinn er notaður sem atvinnutæki sem knýr annan vélbúnað. Bæði Mustang og F-150 munu fá 10 gíra sjálfskiptinguna sem Ford hefur þróað með General Motors. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Einhver gæti sagt að þegar Ford Mustang er orðinn Hybrid bíll, hvað þá pallbíllinn Ford F-150, þá er allt Hybrid. Það er þó einmitt það sem Ford hefur á prjónunum. Það verður þó ekki í boði fyrr en árið 2020. Hybrid kerfi bílanna beggja endurheimtir orku við hemlun og getur hlaðið rafmagni líka á ferð án hemlunar, en ekki verður hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga þeim í samband, enda á það við Plug-In-Hybrid bíla. Þegar að árinu 2020 kemur verða líklega komnar nýjar kynslóðir af bæði Mustang og F-150 og því er líklegt að tímasetningin miði við það. Ford lofar afli sambærilegu og í núverandi V8 vélum í Hybrid gerð Mustang, eða að minnsta kosti 435 hestöflum. Hybrid kerfi Ford F-150 mun koma af meiri notum en bara fyrir rafmótoranna út við hjól, heldur má einnig nota kerfið við alla þá rafmagnsþörf sem vill fylgja pallbílum og gæti það komið sér vel í þeim tilvikum sem pallbíllinn er notaður sem atvinnutæki sem knýr annan vélbúnað. Bæði Mustang og F-150 munu fá 10 gíra sjálfskiptinguna sem Ford hefur þróað með General Motors.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent