BMW hættir líklega framleiðslu BMW 3 GT Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:18 BMW 3 GT. Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent