Samdráttur í sölu bíla í desember nam 16,2% Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 10:24 Gott bílasöluár að baki, en enn mikil þörf á endurnýjun eftir mögur ár í bílasölu frá hruni. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. desember sl. dróst saman um 16,2% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 706 stk. á móti 842 stk. í sama mánuði árið 2015, eða samdráttur um 136 bíla. Helsta skýring á samdrætti í nýskráningum fólksbíla í desember síðastliðnum frá árinu 2015 er að færri bílaleigubílar voru nýskráðir í desember miðað við sama mánuð árið 2015. Hins vegar ef allt árið 2016 er skoðað var aukning um 31,4% í nýskráningum fólksbíla miðað við árið 2015 en samtals voru skráðir 18.442 fólksbílar á síðasta ári. Stór hluti af heildanýskráningum fólksbíla á síðasta ári eru bíleigubílar eða 8.846 stk. sem gera um 48% af heildinni á árinu 2016. Þrátt fyrir aukning hafi verið í sölu nýrra bíla til einstaklinga og fyrirtækja á síðasta ári á sá markaður nokkuð í land með að ná eðlilegu jafnvægi en meðalaldur bíla er enn alltof hár miðað við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er liðlega 12 ár en gamall bílafloti er bæði óöruggari og mengar meira en þörf væri á. Það er því mikið hagsmunamál þjóðfélagsins alls að yngja bílaflotann upp með öruggari og hagkvæmari bílum segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. desember sl. dróst saman um 16,2% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 706 stk. á móti 842 stk. í sama mánuði árið 2015, eða samdráttur um 136 bíla. Helsta skýring á samdrætti í nýskráningum fólksbíla í desember síðastliðnum frá árinu 2015 er að færri bílaleigubílar voru nýskráðir í desember miðað við sama mánuð árið 2015. Hins vegar ef allt árið 2016 er skoðað var aukning um 31,4% í nýskráningum fólksbíla miðað við árið 2015 en samtals voru skráðir 18.442 fólksbílar á síðasta ári. Stór hluti af heildanýskráningum fólksbíla á síðasta ári eru bíleigubílar eða 8.846 stk. sem gera um 48% af heildinni á árinu 2016. Þrátt fyrir aukning hafi verið í sölu nýrra bíla til einstaklinga og fyrirtækja á síðasta ári á sá markaður nokkuð í land með að ná eðlilegu jafnvægi en meðalaldur bíla er enn alltof hár miðað við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er liðlega 12 ár en gamall bílafloti er bæði óöruggari og mengar meira en þörf væri á. Það er því mikið hagsmunamál þjóðfélagsins alls að yngja bílaflotann upp með öruggari og hagkvæmari bílum segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent