Franskir vinstrimenn velja sér forsetaefni: Montebourg sækir hart að Valls Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2017 10:46 Arnaud Montebourg og Benoît Hamon í gærkvöldi. Vísir/AFP Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent