RAG breytir Benz rútum í lúxuskerrur Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 14:15 Verulega glæsilegar að innan. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent