Sky tekur þáttinn um Michael Jackson af dagskrá Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 10:20 Joseph Fiennes sem Michael Jackson í bresku gamanþáttunum Urban Myths. Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49