Lexus lúxussnekkja Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2017 09:55 Litla snekkjan kemst þokkalega áfram með sín 880 hestöfl. Lúxusbílaframleiðandinn Lexus svipti hulunni ef nýjustu kynslóð flaggskips síns, Lexus LS í þessari viku og fer þar fagur bíll sem hæfir hvaða forstjóra sem er. Það má þó samt deila um hvað er flaggskip Lexus eftir að Lexus svipti einnig hulunni af mögnuðum spíttbát sem fyrirtækið ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum. Líkt og með bíla Lexus er þessi bátur bæði hlaðinn lúxus og mikið fyrir augað. Þetta verkefni að smíða spíttbát, eða litla lúxussnekkju er hugarfóstur forstjóra Toyota, Akio Toyoda, en eins og kunnugt er er Lexus lúxusbíladeild Toyota. Eða jafnvel núna, lúxusbíla- og bátadeild Toyota! Þá hugmynd að smíða svona litla og sæta snekkju fékk forstjórinn þegar hann var að skoða þá báta sem vélar Toyota eru notaðar í og eru þeir ekki fáir. Skrokkur bátsins er úr koltrefjum og vélbúnarinn er ekki af slorlega taginu, heldur tvær V8 vélar samskonar og eru í Lexus RC F, GS F og LC500 bílunum. Eru þær hvor um sig 440 hestöfl og því samtals 880 hestöfl. Það dugar smásnekkjunni að ná 80 km hraða. Sæti eru fyrir 8 manns á dekkinu, sum þeirra snúningssæti. Að innan er allt í leðri og fallegum viði, sófi fyrir 6 farþega, loftræsting, ísskápur, eldavél, vaskur og allt það sem til þarf fyrir þægilega en langa siglingu. Baðið um borð er með sturtuklefa. Lexus er ekki eini bílaframleiðandinn sem hafið hefur smíði smásnekkja, því það hafa Mercedes Benz og Aston Martin líka gert. Einhver bið er á því að áhugasamir kaupendur geti tryggt sér Lexus snekkju því aðeins er búið að framleiða þennan eina sýningarbát.Farþegar geta látið fara vel um sig í þessum lúxusbát.Innanrýmið. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Lúxusbílaframleiðandinn Lexus svipti hulunni ef nýjustu kynslóð flaggskips síns, Lexus LS í þessari viku og fer þar fagur bíll sem hæfir hvaða forstjóra sem er. Það má þó samt deila um hvað er flaggskip Lexus eftir að Lexus svipti einnig hulunni af mögnuðum spíttbát sem fyrirtækið ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum. Líkt og með bíla Lexus er þessi bátur bæði hlaðinn lúxus og mikið fyrir augað. Þetta verkefni að smíða spíttbát, eða litla lúxussnekkju er hugarfóstur forstjóra Toyota, Akio Toyoda, en eins og kunnugt er er Lexus lúxusbíladeild Toyota. Eða jafnvel núna, lúxusbíla- og bátadeild Toyota! Þá hugmynd að smíða svona litla og sæta snekkju fékk forstjórinn þegar hann var að skoða þá báta sem vélar Toyota eru notaðar í og eru þeir ekki fáir. Skrokkur bátsins er úr koltrefjum og vélbúnarinn er ekki af slorlega taginu, heldur tvær V8 vélar samskonar og eru í Lexus RC F, GS F og LC500 bílunum. Eru þær hvor um sig 440 hestöfl og því samtals 880 hestöfl. Það dugar smásnekkjunni að ná 80 km hraða. Sæti eru fyrir 8 manns á dekkinu, sum þeirra snúningssæti. Að innan er allt í leðri og fallegum viði, sófi fyrir 6 farþega, loftræsting, ísskápur, eldavél, vaskur og allt það sem til þarf fyrir þægilega en langa siglingu. Baðið um borð er með sturtuklefa. Lexus er ekki eini bílaframleiðandinn sem hafið hefur smíði smásnekkja, því það hafa Mercedes Benz og Aston Martin líka gert. Einhver bið er á því að áhugasamir kaupendur geti tryggt sér Lexus snekkju því aðeins er búið að framleiða þennan eina sýningarbát.Farþegar geta látið fara vel um sig í þessum lúxusbát.Innanrýmið.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent