Fyrsta græna vinnuvélin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 08:45 Komatsu vélin vistvæna. Til að takast á við hlýnun jarðar og hækkandi eldsneytisverð hafa stærstu framleiðendur heims komið fram með ýmsar nýjungar í vöruúrvali sínu og má þar helst nefna Hybrid bifreiðar. Hybrid vélar eru þó ekki einungis í bifreiður þar sem Komatsu hafa boðið uppá Hybrid lausn í mörg ár en aldrei hefur neinn íslenskur verktaki látið slag standa og pantað svoleiðis vél, fyrr en nú! Á sviði vinnuvéla voru Komatsu fyrstir á markaðinn Hybrid lausn árið 2008. Þó svo að fyrsta vélin hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 2008 þá hafa Komatsu verið í þróunnarvinnu við Hybrid vélar allt frá árinu 1999. Síðan þá hefur verið stöðug þróun og í dag eru yfir 3.500 Hybrid vélar frá Komatsu í notkun um allan heim.20-30% eyðslugrennri Í síðasta mánuði kom svo fyrsta græna vinnuvélin svo hingað til landsins og er um að ræða Komatsu HB365LC-3 sem er 36 tonna beltagrafa. Þessi umrædda vél er að meðaltali 7% dýrari en sambærileg eldsneytisvél en þá kemur á móti að eldsneytiskostnaður er um það bil 20-30% lægri. Miðað við hefðbundna ársnotkun má áætla að það taki 18 mánuði fyrir eldsneytissparnaðinn að ná uppí 7% dýrara vöruverð, allt eftir það er hreinn sparnaður og umhverfisvænn útblástur.Seldu aðra á frumsýningunni Í stuttu máli eru Hybrid vélarnar alveg eins og hefðbundnar beltagröfur nema þegar kemur að snúning vélarinnar, þar notast Hybrid vélin eingöngu við rafmagnsmótor sem hleður inná sig við mokstur vélarinnar. Í tilefni þess að Kraftvélar fengu fyrstu grænu vinnuvélina til landsins þá ákváð fyrirtækið að efna til boðskvölds og bjóða áhugasöumum aðilum sem gætu haft áhuga á þessari vél, að koma og skoða hana. Kynningarkvöldið tókst með eindæmum vel og seldi Kraftvélar aðra Hybrid vél á sýningunni og er sú vél væntanleg til landsins snemma á þessu ári.Við frumsýningu vélarinnar seldist strax önnur slík. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Til að takast á við hlýnun jarðar og hækkandi eldsneytisverð hafa stærstu framleiðendur heims komið fram með ýmsar nýjungar í vöruúrvali sínu og má þar helst nefna Hybrid bifreiðar. Hybrid vélar eru þó ekki einungis í bifreiður þar sem Komatsu hafa boðið uppá Hybrid lausn í mörg ár en aldrei hefur neinn íslenskur verktaki látið slag standa og pantað svoleiðis vél, fyrr en nú! Á sviði vinnuvéla voru Komatsu fyrstir á markaðinn Hybrid lausn árið 2008. Þó svo að fyrsta vélin hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 2008 þá hafa Komatsu verið í þróunnarvinnu við Hybrid vélar allt frá árinu 1999. Síðan þá hefur verið stöðug þróun og í dag eru yfir 3.500 Hybrid vélar frá Komatsu í notkun um allan heim.20-30% eyðslugrennri Í síðasta mánuði kom svo fyrsta græna vinnuvélin svo hingað til landsins og er um að ræða Komatsu HB365LC-3 sem er 36 tonna beltagrafa. Þessi umrædda vél er að meðaltali 7% dýrari en sambærileg eldsneytisvél en þá kemur á móti að eldsneytiskostnaður er um það bil 20-30% lægri. Miðað við hefðbundna ársnotkun má áætla að það taki 18 mánuði fyrir eldsneytissparnaðinn að ná uppí 7% dýrara vöruverð, allt eftir það er hreinn sparnaður og umhverfisvænn útblástur.Seldu aðra á frumsýningunni Í stuttu máli eru Hybrid vélarnar alveg eins og hefðbundnar beltagröfur nema þegar kemur að snúning vélarinnar, þar notast Hybrid vélin eingöngu við rafmagnsmótor sem hleður inná sig við mokstur vélarinnar. Í tilefni þess að Kraftvélar fengu fyrstu grænu vinnuvélina til landsins þá ákváð fyrirtækið að efna til boðskvölds og bjóða áhugasöumum aðilum sem gætu haft áhuga á þessari vél, að koma og skoða hana. Kynningarkvöldið tókst með eindæmum vel og seldi Kraftvélar aðra Hybrid vél á sýningunni og er sú vél væntanleg til landsins snemma á þessu ári.Við frumsýningu vélarinnar seldist strax önnur slík.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent