Toyota sá fram í tímann Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 13:03 Toyota Prius árgerð 2017. Fyrir mörgum árum ákvað Toyota að veðja á Hybrid bíla fyrir Evrópumarkað og tók með því ekki slaginn við evrópska bílaframleiðendur í framleiðslu dísilbíla. Sú ákvörðun virðist nú vera að bera ríkulegan ávöxt því sala Hybrid bíla í Evrópu hefur vaxið um 40% á árinu á meðan dísilbílasala evrópsku bílaframleiðendanna hefur dregist saman. Á þessi fyrsta heila ári frá dísilvélasvindli Volkswagen og þeirri andstöðu sem dísilbílar hafa mætt síðan þá er sala Toyota bíla með Hybrid tækni orðinn þriðjungur af allri sölu Toyota í Evrópu og á að fara yfir helmingshlutdeild í enda þessa áratugar.Evrópskum bílaframleiðendum nauðugur einn kostur Þegar Prius bíll Toyota náði heilmikilli sölu í Bandaríkjunum á fyrstu árum þess bíls seldist hann í afar litlu magni í Evrópu og meira en helmingur bílkaupenda í Evrópu valdi dísilbíla. Toyota er reyndar ennþá með fremur litla markaðshlutdeild í Evrópu, til í samanburði við Volkswagen. Volkswagen er með 24,1% hlutdeild en Toyota aðeins 4,3%. Hinsvegar eru evrópskir bílasmiður nú nauðugur einn kostur, að snúa sér að smíði bensínbíla og það með Hybrid- eða tvinnbílatækni. Það þarf Toyota hinsvegar ekki að glíma við og því hentar samsetning bílgerða Toyota miklu fremur evrópska markaðnum nú en þeirra evrópsku.Veðjuðu á réttan hest Líklegt er að dísilbílar verði hreinlega horfnir af framleiðslulínum evrópskra bílaframleiðenda árið 2025 þar sem hvert landið á fætur öðru ætlar að banna þá í löndum sínum er það ár gengur í garð. Bensínbílar með rafmótorum eru langlíklegastir til að leysa þá af hólmi og það tekur tíma sinn að breyta verksmiðjum og framleiðsluferlum evrópsku bílaframleiðendanna að því, en þann vanda á Toyota ekki við að glíma. Mikil pressa var á Toyota fyrir örfáum árum að koma fram með dísilbíla fyrir Evrópumarkað, en fyrirtækið þrjóskaðist við og taldi að framtíðin lægi ekki í slíkum bílum og það hefur reynst rétt.Þvert á evrópska bílaframleiðendurToyota bað söluaðila sína í Evrópu að leggja áherslu á bíla með Hybrid tækni árið 2012 þvert á stefnu evrópsku bílaframleiðendanna sem lögðu alla áherslu sína á dísilbíla. Ef að viðskiptavinur vildi prófa Yaris var honum einnig boðið að prófa Yaris með Hybrid tækni áður en hann fékk að prófa Yaris með dísilvél. Þessir sömu söluaðilar áttu heldur ekki í neinum vanda að taka inn notaða Hybrid bíla Toyota þar sem þeir héldu endursöluverði svo vel og seldust því jafnharðan aftur.75% fyrirframpantana í C-HR eru Hybrid Toyota telur að þegar Hybrid bílar þeirra verða komnir með 50-60% hlutdeild af öllum nýjum seldum Toyota bílum í Evrópu muni fyrirtækið selja 400-500.000 bíla í Evrópu á ári. Sífellt fleiri fyrirtæki í Evrópu eru farin að halla sér að Hybrid bílum Toyota þar sem endursöluverð dísilbíla þeirra sem þau hafa hingað til keypt er orðið svo lágt og því hefur Toyota vart undan að svara fyrirspurnum þeirra. Sem dæmi um góða sölu Hybrid bíla Toyota er hinn nýi C-HR sem liggur á milli þess að teljast fólksbíll og jepplingur. Um 75% af fyrirfram pöntuðum eintökum af honum er í Hybrid-útgáfu bílsins og er það eftir spám Toyota fyrirfram. Hann verður ekki í boði með dísilvél. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Fyrir mörgum árum ákvað Toyota að veðja á Hybrid bíla fyrir Evrópumarkað og tók með því ekki slaginn við evrópska bílaframleiðendur í framleiðslu dísilbíla. Sú ákvörðun virðist nú vera að bera ríkulegan ávöxt því sala Hybrid bíla í Evrópu hefur vaxið um 40% á árinu á meðan dísilbílasala evrópsku bílaframleiðendanna hefur dregist saman. Á þessi fyrsta heila ári frá dísilvélasvindli Volkswagen og þeirri andstöðu sem dísilbílar hafa mætt síðan þá er sala Toyota bíla með Hybrid tækni orðinn þriðjungur af allri sölu Toyota í Evrópu og á að fara yfir helmingshlutdeild í enda þessa áratugar.Evrópskum bílaframleiðendum nauðugur einn kostur Þegar Prius bíll Toyota náði heilmikilli sölu í Bandaríkjunum á fyrstu árum þess bíls seldist hann í afar litlu magni í Evrópu og meira en helmingur bílkaupenda í Evrópu valdi dísilbíla. Toyota er reyndar ennþá með fremur litla markaðshlutdeild í Evrópu, til í samanburði við Volkswagen. Volkswagen er með 24,1% hlutdeild en Toyota aðeins 4,3%. Hinsvegar eru evrópskir bílasmiður nú nauðugur einn kostur, að snúa sér að smíði bensínbíla og það með Hybrid- eða tvinnbílatækni. Það þarf Toyota hinsvegar ekki að glíma við og því hentar samsetning bílgerða Toyota miklu fremur evrópska markaðnum nú en þeirra evrópsku.Veðjuðu á réttan hest Líklegt er að dísilbílar verði hreinlega horfnir af framleiðslulínum evrópskra bílaframleiðenda árið 2025 þar sem hvert landið á fætur öðru ætlar að banna þá í löndum sínum er það ár gengur í garð. Bensínbílar með rafmótorum eru langlíklegastir til að leysa þá af hólmi og það tekur tíma sinn að breyta verksmiðjum og framleiðsluferlum evrópsku bílaframleiðendanna að því, en þann vanda á Toyota ekki við að glíma. Mikil pressa var á Toyota fyrir örfáum árum að koma fram með dísilbíla fyrir Evrópumarkað, en fyrirtækið þrjóskaðist við og taldi að framtíðin lægi ekki í slíkum bílum og það hefur reynst rétt.Þvert á evrópska bílaframleiðendurToyota bað söluaðila sína í Evrópu að leggja áherslu á bíla með Hybrid tækni árið 2012 þvert á stefnu evrópsku bílaframleiðendanna sem lögðu alla áherslu sína á dísilbíla. Ef að viðskiptavinur vildi prófa Yaris var honum einnig boðið að prófa Yaris með Hybrid tækni áður en hann fékk að prófa Yaris með dísilvél. Þessir sömu söluaðilar áttu heldur ekki í neinum vanda að taka inn notaða Hybrid bíla Toyota þar sem þeir héldu endursöluverði svo vel og seldust því jafnharðan aftur.75% fyrirframpantana í C-HR eru Hybrid Toyota telur að þegar Hybrid bílar þeirra verða komnir með 50-60% hlutdeild af öllum nýjum seldum Toyota bílum í Evrópu muni fyrirtækið selja 400-500.000 bíla í Evrópu á ári. Sífellt fleiri fyrirtæki í Evrópu eru farin að halla sér að Hybrid bílum Toyota þar sem endursöluverð dísilbíla þeirra sem þau hafa hingað til keypt er orðið svo lágt og því hefur Toyota vart undan að svara fyrirspurnum þeirra. Sem dæmi um góða sölu Hybrid bíla Toyota er hinn nýi C-HR sem liggur á milli þess að teljast fólksbíll og jepplingur. Um 75% af fyrirfram pöntuðum eintökum af honum er í Hybrid-útgáfu bílsins og er það eftir spám Toyota fyrirfram. Hann verður ekki í boði með dísilvél.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent