Sjónvarpsþátturinn Réttur er á lista breska blaðsins The Week yfir bestu spennu- og glæpaþætti ársins. Ásamt Rétti prýða einnig listann þáttaseríur á borð við Narcos, Making a murderer og Twin Peaks.
Þættirnir sem upphaflega voru sýndir á Stöð 2 voru nýlega gerðir aðgengilegir á efnisveitu sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 í Bretlandi þar sem þeir ganga undir nafninu Case. Þá voru þeir á síðasta ári teknir til sýninga á á Netflix.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að fréttir berast af því að þættirnir njóti vinsælda utan landsteinana. Í desember á síðasta ári greindi Vísir frá því að þættirnir væru á lista yfir bestu sjónvarpsþætti ársins að mati gagnrýnda New York Times.
Með aðalhlutverk í þáttunum fara meðal annars Magnús Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Þá er Baldvin Z leikstjóri þáttanna.
Hér má sjá lista The Week í heild sinni.
Réttur á lista The Week yfir bestu glæpa- og spennuþætti ársins
