Bernie Ecclestone hættur sem forstjóri Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:10 Bernie Ecclestone. Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent
Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent