Wal-Mart hefur sölu á bílum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:48 Ein verslana Wal-Mart í Bandaríkjunum. Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent