Porsche slær sölumet Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 09:19 Nýr Panamera, fjórhjóladrifinn og í Hybrid útfærslu, verður frumsýndur hér á landi í byrjun þessa árs. Porsche sló enn eitt sölumetið á nýliðnu ári, 2016. Þá afgreiddi Porsche sportbílaverksmiðjan í Stuttgart 237,778 eintök til kaupenda. Það er 6% bæting á metinu sem sett var árið 2015. Markaðirnir í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína eru drifkraftar vaxtarins, þar sem sportjeppinn Macan og nýi sportbíllinn 718 Boxster leiða söluaukninguna. Einnig er til þess tekið hvað nýi Panamera setur mikinn svip á sóknina. „Það er ljóst að sá styrkur sem liggur í breidd bílalínunnar er lykillinn að met söluaukningningu síðasta árs,“ segir Oliver Blume, forstjóri Porsche. „Porsche nafnið er samnefnari yfir tilfinningu og gæði. Og sú jákvæða þróun sem endurspeglast í metsölu síðasta árs er staðfesting á óbilandi ástríðu viðskiptavina okkar. Engu að síður er það sjónarmið okkar að sérstaða Porsche á markaðnum sé jafn mikilvæg og sölutölurnar á hverjum tíma. Það er ljóst að sterk ímynd vörumerkisins og þéttriðið net af kappsfullu sölufólki er sá grundvöllur sem við munum byggja á til framtíðar,“ segir Oliver. Að sögn fyrirtækisins liggja helstu vaxtarbroddar framleiðslunnar á nýliðnu ári í 718 Boxster, sem óx um 9% á milli ára, með 12,848 eintaka sölu. Að sama skapi heldur Porsche 911 sterkri ímyndarstöðu sinni með sölu á 32,408 bílum sem er 2% magnaukning milli ára. Þá styrkir Macan enn stöðu sína sem mest seldi bíllinn frá Porsce með 95,642 eintaka sölu, sem er aukning um heil 19%. Af helstu markaðssvæðum má nefna að vöxturinn er 5% í Evrópu og sú sama í prósentum talið á hinum ört vaxandi Bandaríkjamarkaði, með sölu 54,280 eintaka. Þá mælist Kína, enn og aftur, sterkasta markaðssvæði Porsche með 12% aukningu og sölu á 65,246 bílum. Porsche bregst nú enn frekar við eftirspurninni í Kína með fjölgun á sölustöðum og eins ráðgerir fyrirtækið að opna svokallaða Porsche upplifunarmiðstöð í Shanghai á þessu ári. Á næstu vikum mun síðan önnur kynslóð af endurhönnuðum Panamera halda innreið sína á fjölda markaða. Fimm dyra station útgáfa þessa ofurbíls, Panamera Sport Turismo, verður síðan frumsýndur í mars á bílasýningunni í Genf. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent
Porsche sló enn eitt sölumetið á nýliðnu ári, 2016. Þá afgreiddi Porsche sportbílaverksmiðjan í Stuttgart 237,778 eintök til kaupenda. Það er 6% bæting á metinu sem sett var árið 2015. Markaðirnir í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína eru drifkraftar vaxtarins, þar sem sportjeppinn Macan og nýi sportbíllinn 718 Boxster leiða söluaukninguna. Einnig er til þess tekið hvað nýi Panamera setur mikinn svip á sóknina. „Það er ljóst að sá styrkur sem liggur í breidd bílalínunnar er lykillinn að met söluaukningningu síðasta árs,“ segir Oliver Blume, forstjóri Porsche. „Porsche nafnið er samnefnari yfir tilfinningu og gæði. Og sú jákvæða þróun sem endurspeglast í metsölu síðasta árs er staðfesting á óbilandi ástríðu viðskiptavina okkar. Engu að síður er það sjónarmið okkar að sérstaða Porsche á markaðnum sé jafn mikilvæg og sölutölurnar á hverjum tíma. Það er ljóst að sterk ímynd vörumerkisins og þéttriðið net af kappsfullu sölufólki er sá grundvöllur sem við munum byggja á til framtíðar,“ segir Oliver. Að sögn fyrirtækisins liggja helstu vaxtarbroddar framleiðslunnar á nýliðnu ári í 718 Boxster, sem óx um 9% á milli ára, með 12,848 eintaka sölu. Að sama skapi heldur Porsche 911 sterkri ímyndarstöðu sinni með sölu á 32,408 bílum sem er 2% magnaukning milli ára. Þá styrkir Macan enn stöðu sína sem mest seldi bíllinn frá Porsce með 95,642 eintaka sölu, sem er aukning um heil 19%. Af helstu markaðssvæðum má nefna að vöxturinn er 5% í Evrópu og sú sama í prósentum talið á hinum ört vaxandi Bandaríkjamarkaði, með sölu 54,280 eintaka. Þá mælist Kína, enn og aftur, sterkasta markaðssvæði Porsche með 12% aukningu og sölu á 65,246 bílum. Porsche bregst nú enn frekar við eftirspurninni í Kína með fjölgun á sölustöðum og eins ráðgerir fyrirtækið að opna svokallaða Porsche upplifunarmiðstöð í Shanghai á þessu ári. Á næstu vikum mun síðan önnur kynslóð af endurhönnuðum Panamera halda innreið sína á fjölda markaða. Fimm dyra station útgáfa þessa ofurbíls, Panamera Sport Turismo, verður síðan frumsýndur í mars á bílasýningunni í Genf.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent