Nýr vísindatryllir segir frá bandarísku pari á Íslandi sem er eitt í heiminum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2017 14:17 Maika Monroe og Matt O'Leary í hlutverkum sínum í Bokeh. Nú er væntanlegur í kvikmyndahús vestanhafs vísindatryllirinn Bokeh sem segir frá bandarísku pari sem vaknar einn morguninn upp við það að vera einu tvær manneskjurnar sem eftir eru á jörðinni, og það á Íslandi. Myndin byrjar á rómantísku ferðalagi þeirra til Íslands þar sem þau gera flest það sem hefðbundnir ferðamenn hér á landi gera. En þegar þau verða óvænt alein eftir fara þau að leita svara og fara fljótlega að efast um allt það sem þau töldu sig vita um lífið og tilveruna. Með aðalhlutverk fara Maika Monroe, sem einhverjir gætu kannast við úr myndunum Independence Day: Resurgence og It Follows, og Matt O´Leary sem á að baki hlutverk í myndum á borð við Frailty, Spy Kids, Live Free or Die Hard og The Lone Ranger. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Geoffrey Orthwein og Andrew Sullivan sem einnig skrifuðu handrit myndarinnar. Þrír Íslendingar eru með hlutverk í myndinni en það eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgason og Berglind Rós Sigurðardóttir. Tökur myndarinnar fóru fram um sumarið 2014 og þurfti að skjóta margar senur að næturlagi á virkum dögum til að komast hjá því að mannaferðir trufluðu tökur, enda eiga aðalpersónur myndarinnar að vera einar í heiminum. Ef einhver var á ferðinni á sama tíma og tökur fóru fram var sá kurteisislega spurður hvort hann væri ekki til í að færa sig svo hægt væri að klára tökur, en eftir því sem Vísir kemst næst gengu þær vel fyrir sig og voru þeir fáu Íslendingar sem voru á ferðinni þegar tökur fóru fram afar samvinnuþýðir. Myndin verður frumsýnd 24. mars í Bandaríkjunum en unnið er að því að koma henni í sýningar hér á landi einnig. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nú er væntanlegur í kvikmyndahús vestanhafs vísindatryllirinn Bokeh sem segir frá bandarísku pari sem vaknar einn morguninn upp við það að vera einu tvær manneskjurnar sem eftir eru á jörðinni, og það á Íslandi. Myndin byrjar á rómantísku ferðalagi þeirra til Íslands þar sem þau gera flest það sem hefðbundnir ferðamenn hér á landi gera. En þegar þau verða óvænt alein eftir fara þau að leita svara og fara fljótlega að efast um allt það sem þau töldu sig vita um lífið og tilveruna. Með aðalhlutverk fara Maika Monroe, sem einhverjir gætu kannast við úr myndunum Independence Day: Resurgence og It Follows, og Matt O´Leary sem á að baki hlutverk í myndum á borð við Frailty, Spy Kids, Live Free or Die Hard og The Lone Ranger. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Geoffrey Orthwein og Andrew Sullivan sem einnig skrifuðu handrit myndarinnar. Þrír Íslendingar eru með hlutverk í myndinni en það eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgason og Berglind Rós Sigurðardóttir. Tökur myndarinnar fóru fram um sumarið 2014 og þurfti að skjóta margar senur að næturlagi á virkum dögum til að komast hjá því að mannaferðir trufluðu tökur, enda eiga aðalpersónur myndarinnar að vera einar í heiminum. Ef einhver var á ferðinni á sama tíma og tökur fóru fram var sá kurteisislega spurður hvort hann væri ekki til í að færa sig svo hægt væri að klára tökur, en eftir því sem Vísir kemst næst gengu þær vel fyrir sig og voru þeir fáu Íslendingar sem voru á ferðinni þegar tökur fóru fram afar samvinnuþýðir. Myndin verður frumsýnd 24. mars í Bandaríkjunum en unnið er að því að koma henni í sýningar hér á landi einnig.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira