Lítill jepplingur Kia í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 11:08 Til nýs Kia Stonic sást við prófanir í norðurhluta Svíþjóðar. Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Kia ætlar að fjölga í jepplingaflórunni hjá sér á næstunni og kynna jeppling á stærð við Kia Rio fólksbílinn. Þar fer því nokkru minni jepplingur en Sportage, en þessi stærð jepplinga virðist eiga mjög uppá pallborðið hjá kaupendum um þessar mundir. Þessi nýi bíll á að fá nafnið Stonic og verða aðeins í boði í nokkrum löndum. Búist er við því að útlitið á bílnum komi að miklu leiti frá nýjum Kia Rio sem kynntur verður á næstunni af fjórðu kynslóð. Þó gæti ýmislegt erfst frá tilraunabílnum Provo Concept frá árinu 2013, en hann þótti skarta fögrum línum. Sami vélbúnaður verður í þessum nýja jeppling og finna verður í nýjum Kia Rio. Þriggja strokka og 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél í 100 og 120 hestafla útgáfum, 76 og 89 hestafla 1,4 lítra dísilvélar verða líklega í boði og ef til fleiri vélarkostir. Heimildir herma að þessi jepplingur Kia verði aðeins í boði með framhjóladrifi, en bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Bíllinn verður kynntur almenningi á þessu ári og þá líklega á bílasýningunni í Frankfürt í september og á markað verður hann kominn á næsta ári.Kia Prove tilraunabíllinn. Vonandi erfir Stonic jepplingurinn eitthvað af línunum frá þessum.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent