Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:45 Hera Hilmarsdóttir segir hlutverkið vera frábært tækifæri. Vísir/Stefán „Ég get staðfest að þetta er að gerast og ég er að fara í tökur á Mortal Engines í ár. Þetta er allt ennþá mjög nýtt og ég get ekki sagt mikið meira um það að svo stöddu,“ segir Hera Hilmarsdóttir, spurð út í hlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um er að ræða lykilhlutverk sem að öllum líkindum mun opna henni fleiri dyr í framtíðinni. „Ég hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki sem kemur að myndinni,“ segir Hera ánægð. Fram hefur komið á kvikmyndavefnum IMDb að Hera fari að öllum líkindum með hlutverk ungu dularfullu konunnar Hester Shaw, sem kemur fram í öllum fjórum bókum bókaflokksins Mortal Engines, og kynnist aðalpersónunni Tom Natsworthy sem Robert Sheehan leikur. Óhætt er að segja að ef rétt reynist er Hera búin að tryggja sér góða stöðu sem leikkona í framtíðinni. „Þetta er frábært tækifæri,“ segir Hera, en Fréttablaðið mun fylgjast vel með þegar fleiri fréttir berast af hlutverki Heru í myndinni.Robert Sheehan.Vísir/GettyRobert Sheehan -Fæddur 7. janúar 1988. -14 ára fór mamma hans með hann í prufur fyrir Song for a Raggy Boy. -Tilnefndur til Bafta TV Award 2011, í flokknum Besti aukaleikari, fyrir hlutverk sitt í myndinni Misfits. -Lék í The Mortal Instruments: City of Bones, í leikstjórn Haralds Zwart árið 2013 og Season of the Witch, í leikstjórn Dominic Sena árið 2011. -Í ár mun hann leika í spennuþáttunum Fortitude. Þar leikur einnig íslenski leikarinn Björn Hlynur en þættirnir eru teknir upp hér á landi að hluta.Peter JakcsonPeter Jackson -Fæddist 31. október 1961 á Nýja-Sjálandi. -Fyrsta mynd hans sem leikstjóri er Bad Taste 1987. -Leikstýrði The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring árið 2001. -Leikstýrði King Kong 2005. -Leikstýrði The Hobbit: An Unexpected Journey árið 2012. -Hefur hlotið yfir hundrað tilnefningar fyrir störf sín í kvikmyndageiranum. -Vann Óskarinn, Golden Globe og Bafta Film Award 2004 sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King.Christian Rivers -Fæddist 1974 á Nýja-Sjálandi. -Hitti Peter Jackson fyrst þegar hann var 17 ára og hefur verið nánasti samstarfsmaður hans síðustu 24 ár. -Fyrsta myndin sem hann vann með Peter var Braindead árið 1992. -Hefur unnið við tæknibrellur í stórmyndum Jacksons. -Vann Óskarinn og Bafta Film Award árið 2006 fyrir bestu tæknibrellur í kvikmyndinni King Kong. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég get staðfest að þetta er að gerast og ég er að fara í tökur á Mortal Engines í ár. Þetta er allt ennþá mjög nýtt og ég get ekki sagt mikið meira um það að svo stöddu,“ segir Hera Hilmarsdóttir, spurð út í hlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um er að ræða lykilhlutverk sem að öllum líkindum mun opna henni fleiri dyr í framtíðinni. „Ég hlakka mikið til að vinna með þessu virta hæfileikafólki sem kemur að myndinni,“ segir Hera ánægð. Fram hefur komið á kvikmyndavefnum IMDb að Hera fari að öllum líkindum með hlutverk ungu dularfullu konunnar Hester Shaw, sem kemur fram í öllum fjórum bókum bókaflokksins Mortal Engines, og kynnist aðalpersónunni Tom Natsworthy sem Robert Sheehan leikur. Óhætt er að segja að ef rétt reynist er Hera búin að tryggja sér góða stöðu sem leikkona í framtíðinni. „Þetta er frábært tækifæri,“ segir Hera, en Fréttablaðið mun fylgjast vel með þegar fleiri fréttir berast af hlutverki Heru í myndinni.Robert Sheehan.Vísir/GettyRobert Sheehan -Fæddur 7. janúar 1988. -14 ára fór mamma hans með hann í prufur fyrir Song for a Raggy Boy. -Tilnefndur til Bafta TV Award 2011, í flokknum Besti aukaleikari, fyrir hlutverk sitt í myndinni Misfits. -Lék í The Mortal Instruments: City of Bones, í leikstjórn Haralds Zwart árið 2013 og Season of the Witch, í leikstjórn Dominic Sena árið 2011. -Í ár mun hann leika í spennuþáttunum Fortitude. Þar leikur einnig íslenski leikarinn Björn Hlynur en þættirnir eru teknir upp hér á landi að hluta.Peter JakcsonPeter Jackson -Fæddist 31. október 1961 á Nýja-Sjálandi. -Fyrsta mynd hans sem leikstjóri er Bad Taste 1987. -Leikstýrði The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring árið 2001. -Leikstýrði King Kong 2005. -Leikstýrði The Hobbit: An Unexpected Journey árið 2012. -Hefur hlotið yfir hundrað tilnefningar fyrir störf sín í kvikmyndageiranum. -Vann Óskarinn, Golden Globe og Bafta Film Award 2004 sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King.Christian Rivers -Fæddist 1974 á Nýja-Sjálandi. -Hitti Peter Jackson fyrst þegar hann var 17 ára og hefur verið nánasti samstarfsmaður hans síðustu 24 ár. -Fyrsta myndin sem hann vann með Peter var Braindead árið 1992. -Hefur unnið við tæknibrellur í stórmyndum Jacksons. -Vann Óskarinn og Bafta Film Award árið 2006 fyrir bestu tæknibrellur í kvikmyndinni King Kong.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira