Hönnuður Bugatti Veyron fer frá VW til BMW Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 15:00 Jozef Kaban við hlið Skoda Octavia. Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent