Stálu vélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 14:01 Bílvél frá Jaguar Land Rover. Lögreglan í Birmingham í Bretlandi leitar nú þjófa sem stálu bílvélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna króna. Þjófarnir komu síðastliðinn þriðjudag að verksmiðju Jaguar Land Rover í Solihull á stolnum trukki og hengdu aftur í hann flutningavagn sem fullur var af vélum frá breska bílaframleiðandanum. Þjófarnir létu sér ekki nægja að stela einum vagni, því þeir snéru aftur og hengdu annan slíkan vagn fullan af vélum og óku á brott. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vélum er stolið frá Jaguar Land Rover í Solihull og það einmitt á sama hátt. Þjófunum þá, fimm að tölu, var náð af lögreglu, en leit stendur yfir af þjófunum nú. Jaguar Land Rover hefur heitið hverjum þeim sem koma fram með upplýsingar sem leitt geta til handtöku þjófanna verðlaunum. Ekki fylgdi sögunni af hvaða gerðum þessar stolnu vélar eru eða hvort þjófnaðurinn muni valda framleiðsluvandamálum hjá Jaguar Land Rover.Verksmiðja Jaguar Land Rover í Solihull, í nágrenni Birmingham. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Lögreglan í Birmingham í Bretlandi leitar nú þjófa sem stálu bílvélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna króna. Þjófarnir komu síðastliðinn þriðjudag að verksmiðju Jaguar Land Rover í Solihull á stolnum trukki og hengdu aftur í hann flutningavagn sem fullur var af vélum frá breska bílaframleiðandanum. Þjófarnir létu sér ekki nægja að stela einum vagni, því þeir snéru aftur og hengdu annan slíkan vagn fullan af vélum og óku á brott. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vélum er stolið frá Jaguar Land Rover í Solihull og það einmitt á sama hátt. Þjófunum þá, fimm að tölu, var náð af lögreglu, en leit stendur yfir af þjófunum nú. Jaguar Land Rover hefur heitið hverjum þeim sem koma fram með upplýsingar sem leitt geta til handtöku þjófanna verðlaunum. Ekki fylgdi sögunni af hvaða gerðum þessar stolnu vélar eru eða hvort þjófnaðurinn muni valda framleiðsluvandamálum hjá Jaguar Land Rover.Verksmiðja Jaguar Land Rover í Solihull, í nágrenni Birmingham.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent