Gummi ekki sár yfir Eddunni: Tók víkingaklappið með Robbie Williams í spjallþætti Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Robbie Williams og Gummi saman í spjallþætti. Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid. Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid.
Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24