Sigurjón vinnur seríu um Drakúla greifa sem vill taka yfir hinn vestræna heim Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 16:42 Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira