Vegatollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra greindi frá því í þættinum Víglínunni á Stöð 2 á laugardag að í ráðuneyti hans væri unnið að áætlun um stórtækar samgönguúrbætur. Nefndi hann fjölda vega í því sambandi og upplýsti um leið að samhliða þessu væri til skoðunar að fjármagna framkvæmdir að hluta með gjald- töku á vegum. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu hefur frá hruni verið á bilinu 0,8-1,2 prósent af landsframleiðslu meðan sögulegt meðaltal er um 2 prósent. Samkvæmt tölum sem birtust á síðasta ári kostar um 100 milljarða króna að koma vegum landsins í ásættanlegt horf. Bara þannig að þeir séu viðunandi. Þessi fjárfestingarþörf í vegakerfinu er staðreynd á sama tíma og staðan á ríkissjóði er brothætt og viðkvæm. Ríkisskuldir hafa kerfisbundið verið niðurgreiddar á síðustu árum til að skapa svigrúm til innviðafjárfestingar en mikið verk er óunnið ennþá. Vegatollar sem leið til að fjármagna samgönguframkvæmdir er aðferð sem notuð er úti um allan heim og hefur gefið góða raun hér á landi og annars staðar. Hvalfjarðargöngin eru nærtækasta dæmið. Meira að segja á Kúbu þar sem er hreint sósíalískt hagkerfi eru vegatollar við lýði. Hér má nefna sérstök hlið við veginn að strandbænum Varadero. Ef fjármagna á vegi frá höfuðborgarsvæðinu með vegatollum eru nokkur atriði sem þarf að hafa hugföst til að tryggja að vegatollar nái því markmiði sem að er stefnt og að framkvæmd þeirra og útfærsla verði gerð í sátt. Í fyrsta lagi er mikilvægt að íbúar sveitarfélaga á landsbyggðinni sem þurfa atvinnu sinnar vegna að keyra á hverjum morgni til höfuðborgarsvæðisins fái afslátt eða niðurfellingu á gjaldinu. Ef farin verður sú leið að tvöfalda Suðurlandsveg er ekki sanngjarnt eða forsvaranlegt að íbúar á Selfossi, svo dæmi sé tekið, þurfi að greiða gjald tvisvar á dag til þess eins að komast í vinnuna. Þetta má leysa með útgáfu skírteinis á grundvelli lögheimilisskráningar. Í öðru lagi þarf við útfærslu vegatollanna að sjá til þess að þeir sem vilji ekki greiða gjaldið um hinn nýja veg eigi annan valkost til að komast leiðar sinnar líkt og var uppi á teningnum þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð. Þá höfðu ökumenn valkost, sem þeir hafa raunar enn, um að keyra gamla veginn um Hvalfjörðinn ef þeir kærðu sig ekki um að greiða gjaldið í göngunum. Raunin varð auðvitað sú að yfirgnæfandi meirihluti ökumanna keyrir í gegnum göngin gegn vægu gjaldi. Í þriðja lagi þarf að búa svo um hnútana að arðsemi vegna verkefnisins verði hófleg þannig að hagsmunir annars vegar ríkisins sem verkkaupa og almennings sem notar vegina og hins vegar lífeyrissjóða, svo dæmi sé tekið, sem verktaka mætist á miðri leið. Tilgangurinn með vegatollum er að auðvelda fjármögnun á uppbyggingu vegakerfisins þar sem uppsöfnuð fjárfestingarþörf er 100 milljarðar króna og svigrúm ríkisins til útgjalda er takmarkað. Tilgangurinn er ekki að fjölga fjárfestingarkostum eða búa til peninga fyrir menn í jakkafötum hvort sem þeir eru fulltrúar lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Jón Gunnarsson samgönguráðherra greindi frá því í þættinum Víglínunni á Stöð 2 á laugardag að í ráðuneyti hans væri unnið að áætlun um stórtækar samgönguúrbætur. Nefndi hann fjölda vega í því sambandi og upplýsti um leið að samhliða þessu væri til skoðunar að fjármagna framkvæmdir að hluta með gjald- töku á vegum. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu hefur frá hruni verið á bilinu 0,8-1,2 prósent af landsframleiðslu meðan sögulegt meðaltal er um 2 prósent. Samkvæmt tölum sem birtust á síðasta ári kostar um 100 milljarða króna að koma vegum landsins í ásættanlegt horf. Bara þannig að þeir séu viðunandi. Þessi fjárfestingarþörf í vegakerfinu er staðreynd á sama tíma og staðan á ríkissjóði er brothætt og viðkvæm. Ríkisskuldir hafa kerfisbundið verið niðurgreiddar á síðustu árum til að skapa svigrúm til innviðafjárfestingar en mikið verk er óunnið ennþá. Vegatollar sem leið til að fjármagna samgönguframkvæmdir er aðferð sem notuð er úti um allan heim og hefur gefið góða raun hér á landi og annars staðar. Hvalfjarðargöngin eru nærtækasta dæmið. Meira að segja á Kúbu þar sem er hreint sósíalískt hagkerfi eru vegatollar við lýði. Hér má nefna sérstök hlið við veginn að strandbænum Varadero. Ef fjármagna á vegi frá höfuðborgarsvæðinu með vegatollum eru nokkur atriði sem þarf að hafa hugföst til að tryggja að vegatollar nái því markmiði sem að er stefnt og að framkvæmd þeirra og útfærsla verði gerð í sátt. Í fyrsta lagi er mikilvægt að íbúar sveitarfélaga á landsbyggðinni sem þurfa atvinnu sinnar vegna að keyra á hverjum morgni til höfuðborgarsvæðisins fái afslátt eða niðurfellingu á gjaldinu. Ef farin verður sú leið að tvöfalda Suðurlandsveg er ekki sanngjarnt eða forsvaranlegt að íbúar á Selfossi, svo dæmi sé tekið, þurfi að greiða gjald tvisvar á dag til þess eins að komast í vinnuna. Þetta má leysa með útgáfu skírteinis á grundvelli lögheimilisskráningar. Í öðru lagi þarf við útfærslu vegatollanna að sjá til þess að þeir sem vilji ekki greiða gjaldið um hinn nýja veg eigi annan valkost til að komast leiðar sinnar líkt og var uppi á teningnum þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð. Þá höfðu ökumenn valkost, sem þeir hafa raunar enn, um að keyra gamla veginn um Hvalfjörðinn ef þeir kærðu sig ekki um að greiða gjaldið í göngunum. Raunin varð auðvitað sú að yfirgnæfandi meirihluti ökumanna keyrir í gegnum göngin gegn vægu gjaldi. Í þriðja lagi þarf að búa svo um hnútana að arðsemi vegna verkefnisins verði hófleg þannig að hagsmunir annars vegar ríkisins sem verkkaupa og almennings sem notar vegina og hins vegar lífeyrissjóða, svo dæmi sé tekið, sem verktaka mætist á miðri leið. Tilgangurinn með vegatollum er að auðvelda fjármögnun á uppbyggingu vegakerfisins þar sem uppsöfnuð fjárfestingarþörf er 100 milljarðar króna og svigrúm ríkisins til útgjalda er takmarkað. Tilgangurinn er ekki að fjölga fjárfestingarkostum eða búa til peninga fyrir menn í jakkafötum hvort sem þeir eru fulltrúar lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun