Bretar óttast verðhækkanir á fiski og frönskum vegna verkfalls sjómanna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 11:01 Fiskur og franskar er gríðarlega vinsæll réttur víða um heim, sérstaklega í Bretlandi. Vísir/AFP Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00