Jaguar Land Rover fer á Hesthálsinn Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 11:00 Útlit sýningarsals Jaguar Land Rover sem reistur verður á Hesthálsi 6-8. Fjölmenni leit við í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á laugardag þegar BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover á Íslandi hélt þar veglega bílasýningu til að fagna því að nú tekur formlega til starfa umboð fyrir lúxusbíla Jaguar hjá BL. Á sýningunni voru sýndir fjórir nýir bílar frá Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum auk sportbílsins Jaguar F-Type sem fenginn var að láni af þessu tilefni ásamt hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið. Fyrst um sinn verður umboð BL fyrir Jaguar til húsa við Sævarhöfða 2, en á næstunni hefjast framkvæmdir á lóðinni við Hestháls 6-8 Í Reykjavík þar sem Frumherji hefur starfrækt skoðunarstöð um árabil. Á lóðinni, framan við núverandi 1700 fermetra byggingu, verður reistur um þrjú þúsund fermetra sýningarsalur og skrifstofur fyrir Land Rover, Range Rover og Jaguar. Þjónustuverkstæði fyrir umboðið verður opnað ásamt annari bílatengdri starfsemi BL í núverandi byggingu eftir gagngerar endurbætur. Framkvæmdastjóri JLR við Hestháls hefur verið ráðin Íris B. Ansnes sem áður gegndi framkvæmdastjórastarfi fjármálasviðs hjá BL.Margt var um manninn í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn enda forvitni landans fyrir Jaguar bílum mikill. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Fjölmenni leit við í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á laugardag þegar BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover á Íslandi hélt þar veglega bílasýningu til að fagna því að nú tekur formlega til starfa umboð fyrir lúxusbíla Jaguar hjá BL. Á sýningunni voru sýndir fjórir nýir bílar frá Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum auk sportbílsins Jaguar F-Type sem fenginn var að láni af þessu tilefni ásamt hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið. Fyrst um sinn verður umboð BL fyrir Jaguar til húsa við Sævarhöfða 2, en á næstunni hefjast framkvæmdir á lóðinni við Hestháls 6-8 Í Reykjavík þar sem Frumherji hefur starfrækt skoðunarstöð um árabil. Á lóðinni, framan við núverandi 1700 fermetra byggingu, verður reistur um þrjú þúsund fermetra sýningarsalur og skrifstofur fyrir Land Rover, Range Rover og Jaguar. Þjónustuverkstæði fyrir umboðið verður opnað ásamt annari bílatengdri starfsemi BL í núverandi byggingu eftir gagngerar endurbætur. Framkvæmdastjóri JLR við Hestháls hefur verið ráðin Íris B. Ansnes sem áður gegndi framkvæmdastjórastarfi fjármálasviðs hjá BL.Margt var um manninn í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn enda forvitni landans fyrir Jaguar bílum mikill.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent