Fótbolti

Eftir að ráða og reka 40 þjálfara á 15 árum er forseti Palermo að hætta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Maurizio Zamparini með þjálfaranum Giuseppe Iachini fyrir nokkrum árum. Hann var rekinn.
Maurizio Zamparini með þjálfaranum Giuseppe Iachini fyrir nokkrum árum. Hann var rekinn. vísir/getty
Maurizio Zamparini, forseti Palermo á ítalíu, hefur ákveðið að láta af störfum en hann hefur verið forseti Sikileyjarfélagsins frá árinu 2002.

Zamparini er frægur fyrir að ráða og reka þjálfara en starfsöryggið hjá Palermo er nákvæmlega ekkert. Síðan hann tók við fyrir fimmtán árum síðan hefur hann skipt 40 sinnum um þjálfara. BBC greinir frá.

Palermo skipti í ellefta sinn um þjálfara á síðustu tveimur leiktíðum í síðasta mánuði þegar Úrúgvæinn Diego Lopez var ráðinn til starfa en liðið er í bullandi fallbaráttu í A-deildinni á Ítalíu, sjö stigum frá öruggu sæti þegar tólf umferðir eru eftir.

Zamparini keypti félagið árið 2002 þegar það var í B-deildinni. Liðið var þá þjálfaralaust og sagði nýi forsetinn á þeim tíma: „Nýr stjóri verður tilkynntur innan fimmtán daga.“ Það stóðst en síðan þá hefur nýr stjóri nánast verið tilkynntur á fimmtán daga fresti.

Þessi 75 ára gamli viðskiptajöfur hefur almennt gert góða hluti sem forseti Palermo en liðið hefur verið meira og minna í A-deildinni frá komu hans og spilað Evrópuleiki undir eignarhaldi Zamparini.

Áður en hann keypti Palermo var hann eigandi Venezia sem er nú í C-deildinni og hefur verið þar nánast síðan Zamparini seldi félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×