Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 13:27 Leikararir Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean bíl á sviðið á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær, en þeir voru að afhenda verðlaun fyrir bestu klippingu bíómyndar. Það er náttúrulega afar viðeigandi að Michael J. Fox mæti á DeLorean DMC-12 bíl til svona verkefna, en þannig bíll var notaður í Back to the Future myndunum sem Fox lék í á árum áður. DeLorean DMC-12 bílum fer nú fjölgandi aftur en þessa dagana er verið að framleiða nokkur hundruð nýja svoleiðis bíla uppúr íhlutum sem döguðu uppi er smíði þeirra var hætt í kjölfar gjaldþrots DeLorean árið 1983. Ef til vill var bíllinn á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni einn þeirra nýju bíla, eða bara einkar vel með farinn bíll frá framleiðsluárunum 1981 til 1983. Bíllinn var einungis framleiddur þessi 3 ár. Samtals voru framleidd um 7.000 eintök af DeLorean DMC-12 bílum og verða þau eintök sem enn eru til af honum vaflaust eftir að verða verðmætari og verðmætari. Eitt slíkt eintak er til hérlendis og eftir því sem best er vitað er það staðsett á Ísafirði. Til að slá enn frekar í gegn og vitna í leiðinni í aðra Back to the Futurer myndina mætti Seth Rogen í sjálfreimandi Nike skóm. Hann lét hafa eftir sér að á sínum tíma hefðu Back to the Future myndirnar haft mikil áhrif á sig og verið honum mikill innblástur í eigin leikaraferli. Hér að ofan má sjá magnaða innkomu Michael J. Fox og Seth Rogen á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Leikararir Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean bíl á sviðið á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær, en þeir voru að afhenda verðlaun fyrir bestu klippingu bíómyndar. Það er náttúrulega afar viðeigandi að Michael J. Fox mæti á DeLorean DMC-12 bíl til svona verkefna, en þannig bíll var notaður í Back to the Future myndunum sem Fox lék í á árum áður. DeLorean DMC-12 bílum fer nú fjölgandi aftur en þessa dagana er verið að framleiða nokkur hundruð nýja svoleiðis bíla uppúr íhlutum sem döguðu uppi er smíði þeirra var hætt í kjölfar gjaldþrots DeLorean árið 1983. Ef til vill var bíllinn á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni einn þeirra nýju bíla, eða bara einkar vel með farinn bíll frá framleiðsluárunum 1981 til 1983. Bíllinn var einungis framleiddur þessi 3 ár. Samtals voru framleidd um 7.000 eintök af DeLorean DMC-12 bílum og verða þau eintök sem enn eru til af honum vaflaust eftir að verða verðmætari og verðmætari. Eitt slíkt eintak er til hérlendis og eftir því sem best er vitað er það staðsett á Ísafirði. Til að slá enn frekar í gegn og vitna í leiðinni í aðra Back to the Futurer myndina mætti Seth Rogen í sjálfreimandi Nike skóm. Hann lét hafa eftir sér að á sínum tíma hefðu Back to the Future myndirnar haft mikil áhrif á sig og verið honum mikill innblástur í eigin leikaraferli. Hér að ofan má sjá magnaða innkomu Michael J. Fox og Seth Rogen á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent