Yfirmaður VW á yfir höfði sér 169 ára fangelsi Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 16:14 Ekki sér enn fyrir endann á afdrifum þeirra yfirmanna Volkswagen sem kunnugt var um dísilvélasvindl fyrirtæksins. Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent