Tesla tapaði 82 milljörðum og framleiddi 76.230 bíla í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla hefur gert upp síðasta ár og tap félagsins nam 746,3 milljónum dollara, eða um 82 milljörðum króna. Alls framleiddi Tesla 76.230 bíla í fyrra og ef tapinu er deilt niður á hvern framleiddan bíl nemur það 1.080.000 kr. á hvern þeirra. Framleiðsla Tesla er stöðugt að aukast og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hún 22.000 bílar. Elon Musk forstjóri Tesla sagði er hann kynnti uppgjörið að fyrirtækið væri á áætlun með að hefja framleiðslu á næstu bílgerð sinni, Tesla Model 3 og að hún ætti að hefjast á seinni hluta þessa árs. Þegar framleiðslan á Tesla Model 3 verður komin í fullan gang verða framleiddir 5.000 bílar á viku, en það þýðir 260.000 bíla framleiðsla á ári, eða þrisvar sinnum meira en ársframleiðslan á síðasta ári. Elon Musk telur að þessum framleiðsluhraða verði náð strax við enda þessa árs. Ekki veitir af þar sem 400.000 kaupendur bíða eftir að fá Tesla Model 3 bíl sinn afhentan og eru þegar búnir að greiða inná bíla sína. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent
Tesla hefur gert upp síðasta ár og tap félagsins nam 746,3 milljónum dollara, eða um 82 milljörðum króna. Alls framleiddi Tesla 76.230 bíla í fyrra og ef tapinu er deilt niður á hvern framleiddan bíl nemur það 1.080.000 kr. á hvern þeirra. Framleiðsla Tesla er stöðugt að aukast og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hún 22.000 bílar. Elon Musk forstjóri Tesla sagði er hann kynnti uppgjörið að fyrirtækið væri á áætlun með að hefja framleiðslu á næstu bílgerð sinni, Tesla Model 3 og að hún ætti að hefjast á seinni hluta þessa árs. Þegar framleiðslan á Tesla Model 3 verður komin í fullan gang verða framleiddir 5.000 bílar á viku, en það þýðir 260.000 bíla framleiðsla á ári, eða þrisvar sinnum meira en ársframleiðslan á síðasta ári. Elon Musk telur að þessum framleiðsluhraða verði náð strax við enda þessa árs. Ekki veitir af þar sem 400.000 kaupendur bíða eftir að fá Tesla Model 3 bíl sinn afhentan og eru þegar búnir að greiða inná bíla sína.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent