Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala.
Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar Alien: Covenant. Þar á meðal James Franco, Katherine Pearce, Danny McBride, Billy Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter.
Í Alien: Covenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum.
Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi.