Ný Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 11:41 Ford Fiesta 2018. Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent