Önnur kynslóð Audi Q5 frumsýnd Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 10:30 Lagleg önnur kynslóð sportjeppans Audi Q5. Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er farsælasti bíll Audi í Bandaríkjunum. Alls 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Audi Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Audi Q5 dagsins ljós; 90 kílóum léttari og sportlegri sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir það hefur bíllinn stækkað á flesta kanta og plássið aukist en þökk sé skynsamlegu efnisvali í yfirbyggingunni. Hvergi er gefið eftir í þægindum, útliti og aksturseiginleikum nýju kynslóðarinnar. Það er ríkulegt pláss fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Sérhvert smáatriði í Audi Q5 endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana sem festir eru á öxlina, og mjóa gluggalínuna. Framfarirnar eru augsýnilegar á Audi sýndarstjórnborðinu. Stafrænt mælaborð með 12,3 tommu háskerpuskjá sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0TDI, 284 hestafla 3.0TDI og 252 hestafla 2.0TDI. Það tekur Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Meðal staðalbúnaðar er LED afturljós, hiti í framsætum, regnskynjari, upplýsingaskjár í lit og Audi pre sense city árekstrarvörn. Nýr Audi Q5 kostar frá 7.290.000 krónum og verður bíllinn frumsýndur í HEKLU Laugavegi 170-174, laugardaginn 25. febrúar klukkan 12.00. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er farsælasti bíll Audi í Bandaríkjunum. Alls 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Audi Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Audi Q5 dagsins ljós; 90 kílóum léttari og sportlegri sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir það hefur bíllinn stækkað á flesta kanta og plássið aukist en þökk sé skynsamlegu efnisvali í yfirbyggingunni. Hvergi er gefið eftir í þægindum, útliti og aksturseiginleikum nýju kynslóðarinnar. Það er ríkulegt pláss fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Sérhvert smáatriði í Audi Q5 endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana sem festir eru á öxlina, og mjóa gluggalínuna. Framfarirnar eru augsýnilegar á Audi sýndarstjórnborðinu. Stafrænt mælaborð með 12,3 tommu háskerpuskjá sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0TDI, 284 hestafla 3.0TDI og 252 hestafla 2.0TDI. Það tekur Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Meðal staðalbúnaðar er LED afturljós, hiti í framsætum, regnskynjari, upplýsingaskjár í lit og Audi pre sense city árekstrarvörn. Nýr Audi Q5 kostar frá 7.290.000 krónum og verður bíllinn frumsýndur í HEKLU Laugavegi 170-174, laugardaginn 25. febrúar klukkan 12.00.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent