Bílar

Renault Captur í enn sportlegri og vandaðri útfærslu

Finnur Thorlacius skrifar
Andlitlslyftur Renault Captur.
Andlitlslyftur Renault Captur.
Á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir kynnir Renault uppfærðan og enn sportlegri Captur. Nýtt útlit, einkum á framenda, er sportlegra og ágengara en í fyrri gerð og nú býður Renault kaupendum upp á 30 mismunandi samsetningar í litavali ásamt sex mismunandi litasamsetningum í farþegarýminu.

Captur er nú hægt að fá með LED-framljósum (Full-LED Pure Vision) auk þess sem framstuðarinn er með C-laga LED-dagljósum. Útlitslega líkist Captur verulega stóru bræðrum sínum, Kadjar og Koleos, enda stefna Renault að fjórhjóladrifnir sportjeppar fyrirtækisins séu byggðir á sömu heildarlínu.

Yfirmaður hönnunar á uppfærðum Captur, Mario Polla, segir að aukin gæði í efnisvali í farþegarýminu ásamt vönduðum frágangi einkenni mjög nýjan Captur enda hafi það verið eitt helsta markmiðið auk þess sem bíllinn sé hlaðið tækninýjungum í samræmi við nútímaþarfir kaupenda.

Polla segir að mjög margir eigendur Captur hafi áður verið á stærri og dýrari bílum en hafi viljað fara yfir á minni og ódýrari bíl með fjölbreyttari notkunarmöguleika án þess að fórna þeim þægindum sem þeir höfðu vanist. Nýjum Captur er ætlað að uppfylla þessar óskir enn betur en áður.






×